Morgunblaðið - 20.10.2009, Side 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
Framsóknarmenn slógu keilurmeð Noregsför sinni. Hlutu
þeir verðskuldað lof fyrir. Þeim
kjarklausu kotbændum, sem nú
halda um búrlykla fyrir íslenska
þjóð, var þó ekki skemmt.
En nú hafa þeir framsókn-armenn tekið sér frí frá að
slá keilur um
stund og láta í
staðinn slá út í
fyrir sér. Þeir
létu Alþingi Ís-
lendinga kjósa
fyrir sína hönd
belgískan mann
í bankaráð
Seðlabankans,
af því hann
hefði svo snið-
ugar hugmyndir
um hvernig mætti taka upp er-
lenda mynt, án þess að spyrja
um leyfi.
Nú vill þannig til að bankaráð-ið hefur lögum samkvæmt
ekkert með það að gera. Það á
fyrir hönd íslenskrar þjóðar og í
umboði Alþingis að fylgjast með
rekstri bankans, sýsla með
launa- og lífeyrismál starfs-
manna og annað í þeim dúr.
Framsóknarmenn vilja látafljúga með Gros þennan aðra
hvurja viku frá Brussel til Kefla-
víkur til að sjá um þessi mál Ís-
lendinga, sem þeir telja landa
sína ófæra um að sinna.
Augljóst virðist að framsókn-armenn hafa ekki vitað hvar
þeir gætu fengið upplýsingar um
verksvið bankaráðsins. Er því
rétt að benda þeim á íslenska
lagasafnið. Þegar þeir hafa kíkt
í það er rétt að þeir láti kjósa
aftur fyrir sig.
Í sárabætur geta þeir hent pip-army(i)nt í Gros, sem hann
getur tekið upp sér til uppörv-
unar.
Daniel Gros,
ferðalangur
Framsóknar.
Framsókn kingsar
LANDHELGISGÆSLAN er meðal þeirra stofn-
ana sem njóta mests trausts í samfélaginu, sam-
kvæmt könnun MMR sem framkvæmd var í síð-
ustu viku. Hlutfallslega fáir segjast bera traust til
Útlendingastofnunar.
Stór hluti svarenda, eða 77,6%, segist bera mik-
ið traust til Gæslunnar sem er svipað og það traust
sem lögreglan mældist með í sambærilegri könn-
un í september sl. Einungis 5% svarenda segjast
bera lítið traust til Gæslunnar.
Embætti Ríkislögreglustjóra nýtur mikils
trausts meðal 47,1% svarenda, samanborið við
19,6% sem segjast bera lítið traust til embættisins.
Fangelsismálastofnun nýtur mikils trausts meðal
42,1% svarenda, samanborið við 16% sem segjast
bera lítið traust til stofnunarinnar (þ.e. 2,6 sinnum
fleiri treysta embættinu en vantreysta því).
Fáir treysta Útlendingastofnun
Útlendingastofnun sker sig úr að því leytinu til
að hún nýtur lítils trausts meðal fleiri (28,0%) en
segjast bera mikið traust til hennar (23,3%). Það
er 20% fleiri segjast bera lítið traust til stofnunar-
innar en segjast bera mikið traust til hennar. Út-
lendingastofnun er jafnframt sú af ofangreindum
stofnunum sem fæstir segjast bera mikið traust til
– eða 23,3% eins og áður sagði.
Könnunin var framkvæmd í síma og í gegnum
netið dagana 13.-16. október 2009. Úrtakið sam-
anstóð af 968 einstaklingum á aldrinum 18-67 ára
sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa
MMR.
Hópur álitsgjafa MMR telur liðlega 12.000 ein-
staklinga sem valdir hafa verið með tilviljunar-
úrtaki úr þjóðskrá og fengnir til þátttöku í net-
könnunum með símakönnun.
Gæslan nýtur mikils trausts
Hlutfallslega fáir í könnun MMR segjast bera traust til Útlendingastofnunar
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 4 alskýjað Lúxemborg 8 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað
Bolungarvík 1 skýjað Brussel 11 skýjað Madríd 20 heiðskírt
Akureyri 0 alskýjað Dublin 12 skýjað Barcelona 17 skýjað
Egilsstaðir -1 alskýjað Glasgow 11 skýjað Mallorca 19 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 2 alskýjað London 13 léttskýjað Róm 16 léttskýjað
Nuuk -1 alskýjað París 11 heiðskírt Aþena 24 léttskýjað
Þórshöfn 8 léttskýjað Amsterdam 10 skýjað Winnipeg 8 alskýjað
Ósló 4 skýjað Hamborg 10 skýjað Montreal 7 léttskýjað
Kaupmannahöfn 10 skýjað Berlín 9 heiðskírt New York 9 heiðskírt
Stokkhólmur 7 skýjað Vín 7 skýjað Chicago 12 skýjað
Helsinki 2 skýjað Moskva 3 þoka Orlando -17 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
20. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.05 0,3 7.18 4,2 13.32 0,3 19.34 3,9 8:35 17:52
ÍSAFJÖRÐUR 3.11 0,1 9.17 2,3 15.43 0,2 21.29 2,0 8:48 17:48
SIGLUFJÖRÐUR 5.24 0,2 11.31 1,3 17.42 0,0 8:31 17:31
DJÚPIVOGUR 4.28 2,4 10.48 0,3 16.41 2,0 22.46 0,3 8:06 17:19
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á miðvikudag
Austan og norðaustan 5-10
m/s og víða dálítil rigning eða
slydda, en yfirleitt þurrt á Vest-
urlandi. Hlýnar og hiti víða 2 til
7 stig þegar kemur fram á dag-
inn.
Á fimmtudag, föstudag,
laugardag og sunnudag
Norðaustan 8-13 m/s norð-
vestanlands, en mun hægari
austlæg eða breytileg átt ann-
ars staðar. Rigning eða súld en
þurrt að mestu á Suðvestur- og
Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðaustan 10-15 metrar á
sekúndu suðaustanlands og
rigning. Hiti 0 til 6 stig, en frost
0 til 5 stig norðanlands.
Austur-Indíafjelagið, elsta og vinsælasta indverska
veitingahúsið hér á landi, fagnar nú 15 ára afmæli. Í tilefni
þess höfum við sett saman fjögurra rétta afmælismatseðil
með okkar vinsælustu réttum í gegnum tíðina.
Sjá afmælismatseðil á austurindia.is
Tilboðið gildir aðeins í október
Borðapantanir í síma 552 1630
Indverska
ævintýrið
15 ára
Hverfisgata 56, 101 Reykjavík
austurindia@austurindia.is
Afmælismatseðill:
Úrval vinsælustu rétta
okkar síðustu 15 ár
4.990 kr.