Morgunblaðið - 20.10.2009, Page 12

Morgunblaðið - 20.10.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 Háskastig almannavarnadeildar RLS Óvissustig Samsvarar 3. stigi WHO Ráðstafanir: • Samráð/samstarf við mikilvæg erlend samtök og stofnanir • Samráð/samstarf milli innlendra stofnana, samtaka, fyrirtækja og félaga. • Skráning upplýsinga um staði þar sem sýking hefur komið fram. • Athugun á birgðastöðu matar, lyfja og annarrar nauðsynjavöru. • Athugun á boðleiðum, fjarskiptum og fleiru þess háttar. •Æfingar, almannavarnaæfing,minni æfingar innan stofnana og/eða hjá aðilum sem hafa sameiginleg verkefni Hættustig Samsvarar 4. og 5. stigi WHO Ráðstafanir: • Ráðstafanir til að koma í veg fyrir að sýktir einstaklingar komi til Íslands. • Komi fólk frá sýktum svæðum til Íslands fer fyrsta læknis- rannsókn fram í flughöfnum (Keflavík) og höfnum. • Söfnun og úrvinnsla faraldursfræðilegra upplýsinga. • Hugsanlega loka einhverjum höfnum/flugvöllum • Heimasóttkví hugsanlega beitt gegn þeim sem eru einkenna- lausir en gætu hafa smitast. • Skip hugsanlega sett í sóttkví • Skipulögð dreifing/taka fyrirbyggjandi inflúensulyfja meðal áhættuhópa íhuguð. • Athuga með heimköllun Íslendinga frá svæðum þar sem hóp- sýkingar af völdum nýs stofns inflúensu hafa brotist út. Neyðarstig Samsvarar 6. stigi WHO Ráðstafanir: • Viðbragðskerfi að fullu virkjað • Samkomubann, lokun skóla o.fl. • Útskrift sjúklinga af sjúkrahúsum • Skipulögð dreifing / taka fyrirbyggjandi inflúensulyfja meðal áhættuhópa. Banka- og fjármálaþjónusta Meginverkefni: Tryggja meginþjónustu fjármála- fyrirtækja þannig að almenningur og fyrirtæki hafi aðgang að grunnþjónustu sem er greiðslu- og uppgjörs- kerfi og ótakmarkað aðgengi að reikningum. Bilanir, veitur, fjarskipti og fjölmiðlar Meginverkefni: Tryggja aðgengi almennings og við- bragðsaðila að rafmagni, hita, neysluvatni, upplýsingum og samskiptaleið. Bólusetningar, hjúkrunarvörur og lyf Meginverkefni: Tryggja öruggt birgðahald, dreifingu og skráningu lyfja og hjúkrunarvara. Dreifing nauðsynja Meginverkefni: Tryggja birgðahald, dreifingu og skráningu nauðsynja (matvara, hreinlætisvörur, eldsneyti). Fangelsin Meginverkefni: Halda uppi eðlilegri starfsemi í fangelsiskerfinu og tryggja eftir fremsta megni að afplánun fari frammeð eðlilegum hætti. Fræðsla, samskipti, upplýsingamiðlun Meginverkefni: Gera fræðsluefni og miðla leiðbein- ingum/fræðslu til almennings, faghópa og viðbragðs- aðila á mismunandi háskastigum faraldurs. Greining og meðferð inflúensutilfella Meginverkefni: Skipuleggja greiningu,meðferð, öryggisgæslu heilbrigðisstarfsmanna og skráningu inflúensutilfella. Heimahjúkrun Meginverkefni: Skipuleggja hjúkrunarþjónustu fyrir sjúklinga í heimahúsum, umönnun aldraðra og fatlaðra í heimahúsum, skráningu á þjónustu, skipuleggja lager heimahjúkrunar fyrir lyf og hjúkrunarvörur ásamt eftirliti með lager og skipuleggja förgun hlífðarbúnaðar og sóttmengaðs sorps. Matvælaframleiðsla Meginverkefni: Safna upplýsingum og veita upp- lýsingar um stöðu matvælabirgða í landinu þegar inflúensufaraldur geisar, Gerð verklagsreglna fyrir mat- vælaframleiðendur. Matvælaframleiðendur vinni eftir verklagsreglum og tryggi lágmarksstöðu birgða eftir því sem aðstæður leyfa. Meðhöndlun og varsla látinna Meginverkefni: Framkvæmd við úrskurð látinna,merk- ing líka, flutningur í líkhús og varðveisla þar til greftrun hefur farið fram. Póstþjónusta Meginverkefni: Tryggja örugga dreifingu á pósti, lyfjum og hjúkrunarvörum á viðbúnaðar- og hættustigi inflúensufaraldurs. Sálgæsla Meginverkefni: Upplýsingagjöf og aðgengi að upplýs- ingum um sálgæslu eftir ástvinamissi. Sjúkraflutningar Meginverkefni: Styrkja sjúkraflutninga í heimsfaraldri inflúensu með öllum tiltækum ráðum og fræða sjúkra- flutningamenn um sóttvarnir. Skólahald Meginverkefni: Tryggja eðlilegt skólahald þar til ákvörðun um lokun kann að verða tekin. Skólar munu leitast við að tryggja að nemendur haldi áfram námi sínu heima eins og kostur er, komi til lokunar þeirra. Þótt nemendur verði sendir heim er reiknað með að starfs- fólk skólanna haldi áfram störfum sínum og þannig verði starfsemi skólanna haldið gangandi að vissu marki. Sorphirða Meginverkefni: Að haldið verði áfram að hirða heimilis- úrgang frá heimilum og fyrirtækjum þó til inflúensufar- aldurs komi. Hafa úrræði til förgunar rekstrarúrgangs frá fyrirtækjum og fyrir úrgang frá íbúum sveitarfélagsins. Takmarkanir á ferðafrelsi Meginverkefni: Lokun landsins og skipting eftir landshlutum upp í sóttvarnakvíar og lokun milli sótt- varnasvæða og samgöngubann samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra að tillögu sóttvarnalæknis. Þjónusta við dýr Meginverkefni: Skipuleggja viðbrögð vegna umhirðu og fóðrunar dýra, dreifingu fóðurs og dýralyfja og heil- brigðisþjónustu við dýr í inflúensufaraldri. Æðsta stjórn landsins Meginverkefni: Hrinda sóttvarnaráðstöfunum í fram- kvæmd, taka ákvarðanir sem varða almannahagsmuni, til dæmis varðandi lokun landsins og efnahagslegs eðlis. Yfirumsjón undirbúningsráðstafana og fjölmiðlasam- skipti. Öryggisvarsla sjúkrastofnana og mikilvægra stofnana og bygginga Meginverkefni: Setja fram lista yfir sjúkrastofnanir og mikilvægar byggingar og tryggja öryggisvörslu þeirra. 1. 2. 3. 4. 5. Enginn nýr in- flúensustofn hefur greinst í mönnum. Enginn nýr inflúensu- stofn hefur greinst í mönnum. Stofn inflúensuveiru geisar í fuglum og er talinn ógna mönnum. Stofn inflúensuveiru greinist í mönnum en smitast ekki eða í undantekn- ingartilfellum og þá aðeins við mjög náið samband manna. Litlar staðbundnar hópsýkingar brjót- ast út hjá mönnum af völdum nýs stofns inflúensu sem virðist ekki hafa lagað sig vel að mönnum. Umtalsverðar en staðbundnar hóp- sýkingar. Veiran hefur aðlagast mönnum en ekki í þeim mæli að umtalsverð hætta sé á heimsfaraldri. Heimsfaraldur. Vaxandi og viðvar- andi útbreiðsla smits á meðal manna. 6. Sk ei ð m ill ih ei m sf ar al dr a Vi ðv ör un ar sk ei ð H ei m sf ar al du r Sóttvarnaráðstafanir Líkur á að hingað berist alvarlegur smitsjúkdómur á borð við heimsfaraldur inflúensu eru miklar, enda eru ferðalög til og frá Íslandi tíð. Fyrirfram er ekki hægt að fullyrða um hversu skæður slíkur faraldur verður en heimsfaraldur er ávallt skæðari en árstíðabundin inflúensa. Áætlanir gera ráð fyrir að um 50% þjóðarinnar muni sýkjast á 12 vikna tímabili og allt að 3% þeirra sem sýkjast geti látist, verði ekki gripið til sértækra sótt- varnaráðstafana. Gert er ráð fyrir að með sóttvarnaráðstöfunummuni 25% þjóðarinnar sýkjast og dánartíðnin verða um 1%. Áhættumat 156.426 sjúkdómstilfelli 4.693 umframdauðsföll 78.213 sjúkdómstilfelli 782 umframdauðsföll Grípa getur þurft til samkomubanns, en í því felst að fjöldasam- komur eru óheimilar. Gildir þá einu hvort um er að ræða fundar- höld, skólastarf, skemmtanir á borð við dansleiki, leiksýningar eða kirkjuathafnir á borð við messur. Það er í höndum heil- brigðisráðherra að setja og aflétta samkomubanni, að tillögu sóttvarnalæknis. Þá getur ráðherra, að tillögu sótt- varnalæknis, takmarkað ferðafrelsi manna með því að grípa til af- kvíunar byggðarlaga og landsins alls. Hann getur líka einangrað sýkta menn en það er Almanna- varnadeild sem sér um framkvæmd þessara ráðstafana í samvinnu við dómsmálaráðu- neyti og lögrglustjóra. Verkefni viðbragðsaðila Hvað gerist... ... í svínaflensufaraldri? Háskastig WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar) •Sóttvarnalæknar umdæma og svæða • Faglegir yfirmenn sjúkrastofnana • Umhverfisstofnun • Dreifingaraðilar lyfja og hjúkrunarvara • Matvælastofnun •Æðsta stjórn landsins • Lögreglustjórar • Samband íslenskra sveitarfélaga • Slökkvilið • Vegagerðin • Samtök atvinnulífsins • ASÍ og önnur samtök launafólks • Rauði krossinn • Slysavarnafélagið Landsbjörg • Fangelsismálastofnun • Biskupsstofa • Yfirmenn kirkju- garða • Útfararþjónustur • og fleiri Ofangreindir aðilar halda boðun áfram samkvæmt fyrir- liggjandi boðunarskrám í eigin vörslu. Í byrjun vikunnar höfðu 479 einstaklingar greinst með inflúensu A(H1N1) á Íslandi. Alls hafa borist yfir 3.660 tilkynningar um inflúensulík einkenni og í gær var tilkynnt um dauðsfall af völdum flensunnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin lýsti yfir háskastigi 6 11. júní, sem þýðir að um heimsfaraldur er að ræða og endurspeglar það fyrst og fremst dreifingu svína- flensunnar í öllum heimsálfum. Á Íslandi er hins- vegar unnið eftir Hættustigi á skala almannavarnadeildar RLS, sem ræðst af útbreiðslunni hérlendis. Til að gefa hugmynd um umfang þeirrar vinnu og aðgerða sem fara í gang vegna svínaflens- unnar er hér útdráttur úr viðbragðsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu. Áætlunina í heild sinni má nálgast m.a. á www.influensa.is. ee@mbl.is Viðbragðsaðilar boðaðir útHvað er „hættustig“? Vefsíður: www.almannavarnir.is www.influensa.is www.landlaeknir.is www.who.int www.ecdc.europa.eu Einkenni: Skyndilegur hiti Hálssærindi Vöðvaverkir Slappleiki Hósti Bein- og höfuðverkur Ógleði, uppköst/ niðurgangur (í sumum tilfellum) Samkvæmt háskastigaskala almannavarnakerfisins á Íslandi er „hættustig“ notað þegar viðhafa skal viðbúnað vegna hættu. Þrjú skilgreiningastig eiga við þetta stig í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu: 1. Engin staðfest sýking hérlendis. 2. Litlar hópsýkingar af völdum nýs undirflokks inflúensuveirunnar brjótast út hjá mönnum á takmörkuðu svæði en veiran virðist ekki hafa lagað sig vel að mönnum. 3. Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru staðbundnar. Vísbendingar eru um að veiran aðlagist mönnum í vaxandi mæli en þó ekki þannig að umtalsverð hætta sé á heimsfaraldri. Þrátt fyrir að svínaflensan teljist nú til heimsfaraldurs eruþað fyrst og fremst aðstæður heima fyrir sem ráða því hvaða háskastigi unnið er eftir í íslenska almanna- varnakerfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.