Morgunblaðið - 20.10.2009, Side 13

Morgunblaðið - 20.10.2009, Side 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LAGALEGA umhverfið í kringum uppgjör á þrotabúi gamla Lands- bankans gerir það að verkum að mikil gengisáætta hvílir á ríkinu vegna Icesave-samningsins við Breta og Hollendinga. Þessi áhætta gerir það að verkum að mjög mikil óvissa er um hve þungar byrðarnar verða sem falla munu á ríkið þegar að því kemur að greiða til baka lánin frá Bretum og Hollendingum. Getur áhættan hlaupið á hundruðum millj- arða króna burtséð frá því hvort eignir gamla Landsbankans duga fyrir forgangskröfum eða ekki. Ástæðan er einföld. Kröfu Trygg- ingasjóðs innistæðueigenda á hend- ur gamla Landsbankanum var lýst þann 22. apríl síðastliðinn og hljóðar hún upp á 670 milljarða króna, enda var það jafngildi lána Hollendinga og Breta miðað við gengi krónunnar þann dag. Samkvæmt íslenskum lögum eru kröfur bundnar við þá fjárhæð – í krónum – sem lýst var í búið á kröfulýsingardegi. Skuldir sjóðsins við Hollendinga og Breta eru hins vegar í evrum og pundum og sama á við um stóran hluta eigna gamla Landsbankans. Þýðir þetta að veikist krónan frekar þá mun virði eigna þrotabús- ins hækka í krónum talið. Gæti veik- ing krónunnar jafnvel gert það að verkum að allar forgangskröfur fáist greiddar og að eitthvað fáist greitt upp í almennar kröfur. Hundruð milljarða í húfi Þessi þróun mun hins vegar ekki bæta stöðu tryggingasjóðsins, því hann mun aldrei fá meira út úr þrotabúinu en sem nemur þeim 670 milljörðum íslenskra króna sem hann lýsti í búið þann 22. apríl. Skuldir sjóðsins við bresk og hol- lensk stjórnvöld eru, eins og áður segir, í erlendri mynt og munu því hækka með lækkandi gengi krón- unnar. Frá 22. apríl hefur gengi krónunnar lækkað og er andvirði höfuðstóls skuldar sjóðsins í krónum talið nú um 720 milljarðar og eru áfallnir vextir þar ekki taldir með. Sé gert ráð fyrir því að allar for- gangskröfur fáist greiddar með eignum gamla Landsbankans mun ríkið þurfa að bera vaxtakostnaðinn. Höfuðstóll upp á 720 milljarða og óbreytt gengi þýðir að eftir fimm ár verður nettóskuld tryggingasjóðsins um 270 milljarðar, 380 milljarðar eftir sjö ár og 500 milljarðar eftir níu ár. Dæmið verður enn svartara sé gert ráð fyrir frekari veikingu krón- unnar. Veikist krónan um 25 prósent gagnvart evru og pundi verður nettóskuld íslenska ríkisins 500 milljarðar eftir fimm ár og 780 millj- arðar eftir níu ár. Af ofanskrifuðu má ljóst vera að við núverandi aðstæður ber íslenska ríkið mikla gengisáhættu. Almennir kröfuhafar hafa hins vegar af því hag að gengi krónunnar veikist á meðan þrotabú gamla Landsbank- ans er gert upp. Þeir hafa einnig af því hag að uppgjörsferlið dragist á langinn. Því lengri tíma sem upp- gjörið tekur því meiri verður ávöxt- unin á eignum þrotabúsins og end- urheimtur kröfuhafa sömuleiðis. Hagsmunir ríkisins og almennra kröfuhafa eru því andstæðir að þessu leyti. Gríðarleg gengisáhætta Morgunblaðið/Kristinn Samið Nýtt samkomulag um lausn Icesave-deilunnar var kynnt um helgina. Í HNOTSKURN »Eignir tryggingasjóðsins,þ.e. krafa hans á gamla Landsbankann, eru í íslensk- um krónum, en skuldir hans í evrum og pundum. »Veikist gengi krónunnar ánæstu árum breikkar því bilið milli eigna og skulda. »Almennir kröfuhafarLandsbankans hafa hins vegar hag af veikara gengi. Veikist krónan meira á næstu árum eykst kostnaður vegna Icesave mikið Almennir kröfuhafar gamla Landsbankans hafa af því hag að gengi krónunnar veikist og upp- gjör bankans dragist á langinn. HAGAR hf. hafa lokið endur- fjármögnun félagsins í samstarfi við Nýja Landsbankann og Nýja Kaupþing banka. Hagar hafa nú greitt að fullu skuldabréfaflokk fé- lagsins, sem var á gjalddaga 19. október 2009, upphaflega að fjár- hæð 7 milljarða króna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu seg- ir að Hagar séu eina fyrirtækið sem greitt hafi upp að fullu skulda- bréfaflokk, sem skráður var í Kauphöll Íslands, eftir hrun ís- lenska bankakerfisins. Ekki er um að ræða endur- fjármögnun móðurfélags Haga, 1998 ehf., en það félag skuldar Nýja Kaupþingi um þrjátíu milljarða króna. 1998 ehf. á 95,7 prósent hlut í Högum en félagið er dótturfélag Gaums sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Greiða upp skuldabréf Bónus Meðal eigna Haga er Bónus- verslanakeðjan. ÍS L E N S K A /S IA .I S /S A L 47 69 6 10 .0 9 SAMTÖK ATVINNULÍFSINS EFNA TIL OPINS FUNDAR MIÐVIKUDAGINN 21. OKTÓBER Á HÓTEL LOFTLEIÐUM KL. 8:00-10:00 STÖÐUGLEIKASÁTTMÁLINN Félagsmenn SA eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar. DAGSKRÁ 8:00 Morgunkaffi og skráning 8:30 FRAMSÖGUR: Vilmundur Jósefsson, formaður SA Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA UMRÆÐUR OG FYRIRSPURNIR 10:00 Fundi lýkur NAUÐSYNLEGT ER AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU Á VEF SA WWW.SA.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.