Morgunblaðið - 20.10.2009, Page 15

Morgunblaðið - 20.10.2009, Page 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 Mýrdælingar eru nýlega búnir að halda sína árlegu menningarveislu, „Regnboginn, list í fögru umhverfi“, en þetta er í þriðja sinn sem þessi hátíð er haldin. Í ár var sú ný- breytni að efnt var til kórakeppni þar sem fjórir kórar víðsvegar að af Suðurlandi kepptu um regnboga- stjörnuna. Þemað í keppninni var júróvisjónlög og var það sönghópur frá Eyrarbakka sem bar sigur úr býtum. Verðlaunaféð, hundrað þús- und krónur, rann allt til Félags ein- stakra barna. Auk söngkeppninnar var regnbogamarkaður og lista- menn úr Mýrdal sýndu verk af ýms- um toga, t.d. myndlist, glerlist, ull- arlist og ljósmyndir svo eitthvað sé nefnt. Verkin voru til sýnis hér og þar um Víkurþorpið. Þá las Auður Hansen frá Norður-Götum í Mýrdal upp úr nýútkominni ljóðabók sinni, Hjartans rót, en hún gefur allt sölu- verð bókarinnar óskipt til Félags einstakra barna. N1 sér um sölu á bókinni. Hátíðin heppnaðist í alla staði mjög vel og eru Mýrdælingar ánægðir með þessa tilbreytingu frá hinum hefðbundnu hauststörfum.    Smalanir eru langt komnar þó að enn eigi eftir að ná í eitthvað af fé úr heiðunum. Veðráttan hefur oft verið að stríða bændum í haust og illa gengur að fá mannskap til að manna göngur nema um helgar. Verður það oft til þess að smalanir dragast á langinn þar sem ekki er alltaf hægt að treysta á gott veður um helgar. Um síðustu helgi fóru nokkrir smal- ar inn á Höfðabrekkuafrétt og fundu nokkrar eftirlegukindur. Þar á meðal voru tvær veturgamlar ær frá Karli Pálmasyni í Kerlingadal sem greinilega höfðu gengið úti síð- astliðinn vetur. Þær voru enn með lambamerki og rúbaggakampa og önnur þeirra var með ómörkuðu lambi.    Víkurbúar hafa beðið lengi um að fá sjóvarnagarð fyrir sunnan þorpið en fjaran færist með hverju árinu sí- fellt nær byggðinni. Ekki hefur gengið vel að fá fjármagn í fram- kvæmdina, sem mun fullgerð kosta mjög mikið. Áhugamannahópur sem kallar sig „Betri byggð í Mýrdal“ hefur nú blásið til framkvæmda og byrjað er að gera tilraun með að keyra grjót í fjöruna til að hefta ágang sjávar. Peningar eru af skornum skammti og hefur því fé- lagsskapurinn efnt til söfnunar með- al heimamanna og annarra vel- unnara þorpsins til að hægt sé að keyra aðeins meira grjót í fjöru- kampinn.    Hestamannafélagið Sindri hefur nú starfað í 60 ár og hélt af því tilefni glæsilega afmælisveislu á Eyrar- landi í Mýrdal. Petra Kristín Krist- insdóttir frá Ytri-Sólheimum er for- maður félagsins, sem um þessar mundir er mjög virkt. Á hátíðinni voru veittar ýmsar viðurkenningar fyrir bæði afrek á árinu og vel unnin störf í þágu félagsins á und- anförnum árum. Það hvað félagið er vel virkt í dag má sérstaklega þakka mjög öflugu ungmenna- og barna- starfi en börnin fengu einnig sína hátíð; pítsuveislu á ströndinni við Víkurskála, þar sem mættu allflestir upprennandi knapar á félagssvæði Sindra. FAGRIDALUR Eftir Jónas Erlendsson fréttaritara Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hestamenn Verðlaunahafar í ungmennaflokkum Sindra á þessu ári, f.v.: Jóna Þórey Árnadóttir, Máni Orrason og Guðmundur Elíasson. Undarlegur há- vaði berst inn á skrifstofu fréttablaðsins þar sem starfs- liðið vinnur að næstu útgáfu. Hávært suðið barst um alla skrif- stofuna. Flugan og maríuhænan bjuggust til að stinga sér undir hrúgu af endurunnum pappír en í sömu andrá kom í ljós hvaðan hávaðinn kom. Tvær hunangsflugur flugu suð- andi inn á skrifstofu Fréttablaðsins Fluga á vegg og lentu svo rétt við hliðina á Konna. Þetta voru annars vegar uppburðarlítil karlfluga og hins vegar voldug drottning. Nokkur hundruð vina þeirra sveimuðu um rétt ofan við greinina. „Getum við eitthvað aðstoðað ykk- ur?“ spurði Konni. „Ja, við höfum verið að lesa Frétta- blaðið Fluga á vegg og fengum allt í einu svolitla hugmynd,“ sagði drottn- ingin Sara. „Það er svolítið af lausum plássum í búinu okkar, þið vitið … lausum herbergjum, og nú langar okkur til að setja auglýsingu í blaðið hjá ykkur til að kanna hvort önnur skordýr vantar stað til að búa á.“ Þegar hún lauk máli sínu flaug karlflugan hljóðlega að Jónsa og Konna og setti bolla fylltan gylltu hunangi fyrir framan þá. Hunangs- ilmurinn barst um alla greinina og aðrir úr starfsliði blaðsins drógust í átt að fundinum. Allir störðu á sætan og glitrandi hunangslöginn. „Við borgum með hunangi,“ hélt Sara áfram. „Ef þið birtið auglýs- inguna í blaðinu ykkar fær hvert og eitt ykkar einn bolla.“ „Það er ekki gert ráð fyrir auglýs- ingum í blaðinu hjá okkur,“ sagði Konni. „En við hljótum nú samt að geta fundið leið til að vinna þetta með ykk- ur!“ var Jónsi fljótur að bæta við. Hann ætlaði ekki að sleppa hendinni af hunangsflugunum og þaðan af síð- ur hunanginu. „Hvað ef við hjálpum til við að út- búa auglýsinguna?“ sagði Sara. „Það er fullt af duglegum hunangsflugum í búinu mínu og okkur þætti bara gam- an að hjálpa ykkur með blaðið.“ „En hvað um hmm …“ byrjaði Konni. „Engar áhyggjur, við borgum ykk- ur með hunangi jafnvel þótt við ger- um auglýsinguna sjálf.“ Sara brosti til Konna. „En við ætlum að kanna hvernig landið liggur í garðinum og sjá hvort einhverjir fleiri vilji kaupa auglýsingu í blaðinu ykkar. Við sjáumst síðar!“ Síðan flaug Sara drottning burt, ásamt tryggum þjóni sínum og fylgdarliði, og skildi starfs- lið blaðsins eftir með hunangið. Nokkrum sekúndubrotum síðar var bollinn, sem áður var fylltur glitr- andi hunangi, galtómur. „Þetta er án nokkurs vafa besta hunang sem ég hef smakkað,“ sagði Konni útataður í hunangi. Maggi reyndi að taka undir með Konna en hunangið límdi varirnar á honum saman. Að aflokinni þessari dásamlegu máltíð voru skordýrin öll komin í hálfgert sykursjokk. Þau sleiktu síð- ustu leifarnar af klístrinu af fótum sér og fálmurum og maga. „Þið eruð viðbjóðsleg,“ urraði Matta að hinum pöddunum. „Að sjá hvernig þið réðust á hunangið. Þið voruð algerlega stjórnlaus!“ „Er það virkilega, Matta?“ hló Kata og teygði sig í hunangsdropa sem var við það að detta af nefi Möttu. „Mikið er nú gott að þú skulir hafa haft svona góða stjórn á þér.“ Allir hlógu, Matta líka. „En aftur að alvöru lífsins,“ sagði Konni og batt þar með enda á ærsla- ganginn. „Við verðum að fara að koma okkur að verki við næstu út- gáfu. Hvernig gengur með þrautina, Kata?“ „Hún er rétt að verða tilbúin!“ sagði Kata stolt. „Matta er að hjálpa Magga við að endurhanna völund- arhúsið fyrir blaðið.“ „Frábært!“ sagði Konni við kóngu- lóna og Möttu. „Og ég er búinn með fréttina um meindýraeyðana,“ tilkynnti Jónsi stoltur. „Sem stendur virðast þeir ekki ætla að koma í garðinn. Þeir halda sig bara í borginni.“ „Jæja, við höfum þá fréttina, þrautina og auglýsinguna varðandi flugnabúið. Er þá allt komið í útgáfu morgundagsins?“ spurði Maggi. „Hljómar vel,“ samsinnti Konni. „Ég er svo stolt af þér, Maggi. Þú ert að verða virkilega góður í þessu. Við þurftum bara einn plástur fyrir þessa útgáfu!“ sagði Kata og strauk blíðlega yfir plásturinn á enni Magga. En fréttateymið átti aðra óvænta uppákomu í vændum þar sem það lagði lokahönd á nýjustu útgáfu blaðsins. Í fyrstu vissi enginn hvað var að gerast. Var þetta jarðskjálfti? Í horni skrifstofunnar tók dularfulli og glansandi belgurinn að hristast. „Hvað er að gerast?“ hrópaði Matta. „É- Ég veit það ekki,“ stamaði Jónsi. „Það er eins og eitthvað sé á iði inni í þessu!“ tísti Maggi og öll skordýrin hörfuðu. Meira að segja Rikki og mauraherinn virtust áhyggjufullir. „Je minn …“ hvíslaði Kata. ddddddddddd 7. kafli Endurprentað í samvinnu við World Association of Newspapers and News Publishing og með leyfi The Curricul- um Closet Productions Inc. Öll rétt- indi áskilin. Höfundur texta: Cathy Sewell Myndir: Blaise Sewell Styrktaraðili: The Curriculum Clos- et (www.curriculum close.com) Gestirnir ÚR BÆJARLÍFINU Í hvernig borg viltu búa? HUGMYNDAÞING Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR SUNNUDAGINN 25. OKTÓBER KL.13–16 www.reykjavik.is/hugmyndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.