Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009 Tekur í Menn voru þreytulegir á hinu háa Alþingi í gær. Siv Friðleifsdóttir bar sig til að rýna í þingskjöl og Þráinn Bertelsson hugsaði sitt. Lífið á þinginu gengur sinn vanagang hvort sem rætt er um Icesave eða annað. Golli VIÐ þær aðstæður, sem blasa við hérlendis um þessar mundir, þarf málsmetandi fólk að gæta sín, áður en það leggur orð í belg. Hver og einn, sem telur sig hafa eitthvað til málanna að leggja, verður að spyrja sig, hvort per- sónulegir hagir ráði för og setji mark sitt á viðhorf til lausna, eða vilji til að láta gott af sér leiða fyrir aðra, án tillits til eigin hagsmuna. Ég á að heita hagfræðingur, reyndar löngu úreltur, en núna finnst mér stundum, að ég þyrfti að leggjast í ættfræði og fer- ilskrár, áður en ég gæti myndað mér skoðun á framlagi hvers þátt- takanda í samfélagsumræðunni. Þannig ætti þetta ekki að vera, en tortryggnin er til staðar og þess vegna ættu fjölmiðlar að segja nánari deili á „þátttakendum“ en þeir hafa gert til þessa. Mér finnst t.d. of margir, ekki sízt hagfræð- ingar, lögfræðingar og stjórn- málafólk í öllum flokkum, innan þings og utan, hafa alltof oft látið gamminn geisa í þeim tilgangi ein- um að toppa hvert annað í fjöl- miðlum. Lái mér hver sem vill, að mér virðist sem margir í framan- greindum hópum hafi haft það eitt að markmiði að koma sjálfum sér á framfæri í eiginhagsmunaskyni. Það heitir á þeirra máli að koma auga á tækifærin í stöðunni. Þessi tegund tækifærismennsku kemur að mínum dómi í veg fyrir þann samhljóm meðal þjóðarinnar, sem nauðsynlegur er til að snúa vörn í sókn. „Þekkingarsamfélagið“ margrómaða er þrátt fyrir allt ekki fullkomnara en svo, að eng- inn er sérfræðingur í áður óþekkt- um aðstæðum, en örfáir verða ein- hvers vísari um það sem gerðist einhvern tímann seinna. Hópar fólks af þeim toga, sem hér hafa verið nefndir, og ýmsir fleiri verða að geta komið saman og rætt málin æsingalaust, helzt án þess að persónulegar aðstæður móti um of viðhorf til velferðar annarra. Mörg eigum við aflögufærar fjölskyldur, eða einn eða fleiri bjargálna einstaklinga, jafnvel nokkra sterkefnaða og þar fyrir utan svífur yfir vötnunum réttur til arfs hjá sumum en ekki öðrum. Með vísan til framansagðs má telja brýnt, að málin séu rædd inn- an fjölskyldna okkar og meðal vina í fullri hreinskilni, m.a. með hliðsjón af því, hvort ekki sé betra að leysa vandann með sínum nán- ustu í stað þess að treysta ein- ungis á opinbera forsjá á hverf- ulum tímum. Innst inni vitum við öll, að hvert okkar þarf á öðrum að halda í blíðu og stríðu innan þessa litla samfélags á öllum tímum, sama hvernig staðan kann að vera hjá hverjum og einum. Ekki þannig, að illa statt fólk verði bundið við óviðráðanlegar aðstæður um aldur og ævi, heldur megi grípa til sam- félagslegra lausna, þegar ekki er öðru til að dreifa. Umræða um málefni af hvaða tagi sem er getur verið góð í byrj- un, en hún verður að taka enda með ásættanlegri niðurstöðu í ljósi aðstæðna. Enginn fær allt, sem hann vill, þótt sumir standi betur en aðrir og við verðum bara að sætta okkur við það. Látum nú af landlægri þras- girni um sinn og lærum að standa saman; a.m.k. í bili. Eggert Jónsson Gætum okkar góðir landsmenn Höfundur er fv. borgarhagfræðingur. 1. Í mannréttindasáttmála Evrópu er kveðið svo á að allir menn skuli eiga rétt til meðferðar máls fyrir hlutlausum dómstóli, þegar kveða skuli á um réttindi þeirra og skyldur. Samskonar ákvæði er að finna í mannrétt- indasáttmála stjórnarskrár Ís- lands og í stjórnarskrám annarra Evrópuríkja. 2. Hausið 2008 kom upp ágrein- ingur milli Íslands og tveggja annarra Evrópuríkja um skyldur Íslands til að ábyrgjast skuld- bindingar tryggingarsjóðs innistæðueigenda við innlánseig- endur á Icesave-reikningum Landsbankans. Þetta var dæmi- gerður réttarágreiningur sem mannréttindareglan sem nefnd var að framan á við um. 3. Á íslenskum valdsmönnum hvíldi þá, og hvílir raunar enn, umfram allt annað ein skylda: Að sjá til þess að íslenska ríkið, og þar með almenningur á Íslandi, nyti réttarins sem nefndur var, að fá skorið úr fyrir hlutlausum dómstóli, hvort skuldbinding þessi hvíldi á þjóðinni, áður en um hana yrði samið. 4. Fyrirsvarsmenn þjóðarinnar þá virtust ekki skilja þetta. Þeir lýstu sig reiðubúna til samningaviðræðna við kröfuhafa um greiðslu- ábyrgð íslenska ríkisins án þess að úr þessu hefði fyrst fengist skorið fyrir dómi. Núverandi valdsmenn á Íslandi eru sama sinnis. Þeir hafa undanfarna mánuði keppst við að fá löggjafann til að samþykkja þessa ábyrgð. Framganga ís- lenskra ráðamanna í þessu máli hefur frá því að málið kom upp og allt fram á þennan dag verið óskiljanleg. Þeir hafa í reynd verið talsmenn fyrir hagsmuni erlendra manna sem vilja fá al- menning á Íslandi til að borga þessar skuldir án undanfarandi dómsúrlausnar. 5. Það er ekki nóg með að ráð- herrum og alþingismönnum beri skylda til að tryggja Íslendingum þessi mannréttindi. Því má nefni- lega velta fyrir sér hvort þeir hafi yfirleitt nokkra heimild til að taka með samningum þessar skuld- bindingar á landsmenn. Í stjórn- arskrá er að vísu hvergi bannað að Alþingi samþykki að láta rík- issjóð greiða skuldir einkaaðila sem engin skylda hvílir á honum að greiða. Það er því hugsanlegt að formleg heimild sé til staðar til verknaðarins. Allir ættu hins veg- ar að sjá að gjörðin er siðferðis- lega óforsvaranleg. Við kusum ekki alþingismenn til þess að taka á okkur og afkomendur okkar skuldabagga vegna skulda sem okkur koma ekki við að lögum. 6. Sumir segja að orðið sé of seint að hætta við. Það er mis- skilningur. Það verður ekki of seint fyrir Alþingi að gegna skyldu sinni fyrir það eitt að fyrri og núverandi fyrirsvarsmenn rík- isstjórnar hafi gerst talsmenn erlendra hags- muna gegn Íslendingum. Slíkt breytir ekki skyldum alþingismanna. 7. Enn segja sumir að þjóðin verði að láta undan. Annars muni aðrar þjóðir beita okkur efnahagslegum þvingunum. Sé það rétt verður bara svo að vera. Ef aðrar þjóðir ætla að beita okkur ofbeldi til þess að þvinga af okkur mann- réttindi látum við ekki undan því. Fullvalda ríki lætur ekki þvinga sig með slíkum hætti. Ef fyr- irsvarsmenn Íslands eru slíkar lyddur að vilja láta undan þessu verða landsmenn sjálfir að láta þá heyra hátt og snjallt hvað þeim finnst um það. Eftir Magnús Óskarsson »Ef aðrar þjóðir ætla að beita okkur ofbeldi til þess að þvinga af okk- ur mannréttindi látum við ekki undan því. Magnús Óskarsson Höfundur er lögmaður og er í framhaldsnámi við New York University. Icesave fyrir dóm Í JANÚAR á þessu ári gerðist sá merkilegi atburður í stjórn- málasögu landsins að minni- hlutastjórn VG og Samfylkingar tók við völdum. Framsóknarflokk- urinn dró þessa stjórn upp úr töfra- hatti sínum og framganga for- manns flokksins á þessum tíma var með þeim hætti að stóðst sam- jöfnuð við hvaða töframann sem var. Aðdáun forsætisráðherra minnihlutastjórnarinnar á galdra- kúnstum Framsóknar var heil og óskipt. Svo margir létu blekkjast að næst þegar komið var að galdra- stund þurfti þessi óskaríkisstjórn Framsóknarflokksins ekki lengur á stuðningi hans að halda. Við- brögðum töframannsins í kjölfar kosningaúrslitanna 25. apríl, þegar meirihlutastjórn VG og Samfylk- ingar tók við völdum, mátti líkja við það að kanínan hefði vaxið töfra- manninum yfir höfuð. Í þeim augljósu erfiðleikum sem hið skilgetna afkvæmi töfrabragða Framsóknarflokksins á við að glíma við stjórn efnahagsmála landsins virðist hafa kviknað á ný ábyrgðartilfinning hjá töframann- inum. Nú var komin tími til þess að kippa hlutunum í lag á nýjan leik. Að þessu sinni var töfrabragð- ið lengur í smíðum og þurfti forysta Fram- sóknar m.a. að fara til Noregs til að fá efni í töfralausnina. Haft var samband við marg- frægan garðyrkjubónda, sem situr á norska stórþinginu, og ekki stóð á góðseminni. Tvö þús- und milljarða og ekkert minna skyldi nú hægt að slá í Noregi – ekkert minna dygði – jafnvel mætti hugsa sér eitthvað til viðbótar ef vel lægi á mönnum. Á sama tíma og heil- brigðisráðherra fékk sig full- saddan á galdrakúnstum rík- isstjórnarinnar og strunsaði út úr stjórnarráðinu hlupu töfra- læknar Framsóknarflokksins inn um dyrnar. Þeir náðu fundi forsætisráðherra og drógu upp úr töfrahattinum norska garð- yrkjubóndann með tvö þúsund milljarða lánsloforð. Eitthvað virtist trú forsætis- ráðherra á töfralausnir hafa dvínað því hennar viðbrögð voru að leita staðfestingar hjá starfs- bróður sínum í Noregi. Hafði hann heyrt um þennan galdur? Jens tilkynnti með Stolti að hann þekki þetta trix mjög vel – það hefði verið margreynt áður í norska stórþinginu en aldrei gengið upp. Síðustu fréttir af töfrabrögð- um Framsóknar eru þær að þeir eru með í smíðum efnahags- áætlun sem á að koma þjóðinni út úr ógöngunum „á einu auga- bragði“. Í fréttum fjölmiðla á Ís- landi segir nú af því að Fram- sóknarflokkurinn hafi kynnt Norðmönnum drög að nýrri efnahagsáætlun fyrir Ísland og þeir hafi bara tekið þeim áformum vel. Í kjölfar þeirra viðbragða hyggst flokkurinn útfæra töfrabragðið enn frekar en því miður liggur enn ekki fyrir hvenær þetta frábæra útspil verður dregið upp úr hattinum. Eftir Kristján Þór Júlíusson » Síðustu frétt- ir af töfra- brögðum Fram- sóknar eru þær að þeir eru með í smíðum efna- hagsáætlun sem á að koma þjóð- inni út úr ógöng- unum „á einu augabragði“. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er alþingismaður. Töfrahattur Framsóknarflokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.