Morgunblaðið - 20.10.2009, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 293. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
123,22
200,79
119,19
24,714
22,021
17,697
121,54
1,3578
196,35
184
Gengisskráning 19. október 2009
123,51
201,28
119,54
24,786
22,086
17,749
121,88
1,3618
196,94
184,51
236,2349
MiðKaup Sala
123,8
201,77
119,89
24,858
22,151
17,801
122,22
1,3658
197,53
185,02
Heitast 6°C | Kaldast -5°C
Norðaustan 10-15
metrar á sekúndu
suðaustan til og
rigning. » 10
Bækur frá Steinunni
Sigurðardóttur,
Oddnýju Eiri Æv-
arsdóttur og Huld-
ari Breiðfjörð eru á
meðal titla. »27
BÓKMENNTIR»
Bjartur klár
í slaginn
ÍÞRÓTTIR»
S.L.Á.T.U.R. stóð fyrir
jaðaríþróttakeppni. »33
Pedro Almodóvar
veldur ekki von-
brigðum og snarar
út stórgóðri mynd
með Penélope Cruz í
aðalhlutverki. »30
KVIKMYNDIR»
Frábær
Almodóvar
TÓNLIST»
JFM klikkaði ekki á
Airwaves. »28
AF LISTUM»
Kvenfyrirlitning í
dægurmenningu. »31
Menning
VEÐUR»
1. Fyrsta dauðsfallið hér
2. Travolta á Íslandi
3. Lést í slysi í Árnessýslu
4. Kvittað fyrir Icesave
Íslenska krónan styrktist um 0,2%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Sigurður Þ.
Ragnarsson veð-
urfréttamaður,
einnig þekktur
sem Siggi storm-
ur, hefur und-
irritað samning
við SkjáEinn um
að lesa veðurfréttir í fréttatím-
anum klukkan 18.50 virka daga.
Sigurður mætti í fyrsta veð-
urfréttatímann í sameiginlegum
fréttatíma mbl.is og Skjás Eins í
gær og áætlað er að hann muni
sjá um veðurfregnirnar þar héðan
af.
VEÐUR
Siggi stormur með veður-
fréttir á Skjá Einum
Breiðholtsdagar
standa núna yfir
með marg-
víslegum uppá-
komum. Það verð-
ur t.d. fjör í heita
pottinum í Breið-
holtslaug þessa
vikuna. Sigmundur Ernir Rún-
arsson alþingismaður mætir þar
upp úr 7.30 og spjallar við gesti.
Hvort það verður um pólitík eða
ljóðlist kemur í ljós. Á morgun
mætir Gunnlaugur Júlíusson lang-
hlaupari í pottinn. Á fimmtudag
mætir þangað Ragnhildur B. Guð-
jónsdóttir, varaformaður hverf-
isráðs, og á föstudag Matthías
Halldórsson landlæknir.
VIÐBURÐIR
Sigmundur Ernir mætir í
pottinn í Breiðholtslaug
Á föstudaginn
kemur munu Sig-
tryggur Bald-
ursson og kátir
kappar hans í slag-
verkshópnum
Parabóla leika í
Kulturhuset í
Stokkhólmi. Einnig kemur Mammút
fram og eru tónleikarnir hluti af nor-
rænni menningarviku. Ásamt Sig-
tryggi eru þeir Steingrímur Guð-
mundsson og Guðmundur Vignir
Karlsson, Kippi Kaninus, í hópnum.
Leika þeir á svokallaðar endur-
varpsparabólur sem eru í raun hlífar
fyrir örbylgjudiska.
TÓNLIST
Parabólurnar glymja í
Stokkhólmi á föstudag
HÚN virtist nokkuð hugsi, hnátan sem horfði á
vinkonur sínar í snúsnú við Landakotsskóla í
gær. Auga myndavélarinnar er glúrið og sér vin-
konurnar þar sem þær speglast í hlið bílsins sem
lagt er utan skólalóðarinnar. Vel bónuð renni-
reiðin kemur myndinni vel til skila.
STÚLKUR SPEGLAST Í RENNIREIÐ
Morgunblaðið/Golli
„MJÖG mörgum í
skólanum finnst
flott að ég hafi
verið að leika í
Hamrinum og
nokkrir krakkar
hafa beðið mig
um eiginhand-
aráritum. Það er
bara mjög gaman
að vera svona
hálf-frægur,“
segir Magnús Aron Sigurðsson, ell-
efu ára strákur í Seljahverfi, en
hann leikur skyggna strákinn Jón í
spennuþættinum Hamrinum í sjón-
varpinu.
Það var faðir Magnúsar, Sigurður
Páll Sigurðsson, myndlistarmaður
og kennari, sem „sagði honum“ að
hann væri á leið í leikprufu.
„Þegar ég kom í prufuna talaði ég
við Garúnu sem er aðstoðarleikstjór-
inn. Ég þurfti að þykjast vera sof-
andi. Svo átti ég að ímynda mér að
ég væri í skógi. Svo fór hún að tala
hratt og þegar hún klappaði átti ég
að vakna og anda geðveikt hratt.
Svo átti ég að hlaupa niður og kalla:
Mamma! Það var nú ekki meira en
þetta í prufunni,“ segir Magnús, sem
þegar er búinn að ákveða að fara í
leiklistarnám þegar hann verður
eldri. | 28
Gaman að vera
hálf-frægur
Magnús Aron
Sigurðsson
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HUNDRAÐ Íslendingum verður
boðið til Kanaríeyja til að létta af
þeim vetrardrunganum. Í gærkvöldi
lenti hér hópur hundrað „sendiherra“
frá Kanaríeyjum. Þeir eru þátttak-
endur í kynningarherferð sem heitir
„Enginn vetrardrungi“ (Operación
No Winter Blues). Erindið er að
kynna Íslendingum Kanaríeyjar og
kosti þeirra.
Yolanda Perdomo, fram-
kvæmdastjóri ferðamálaráðs Kan-
aríeyja, sagði að auglýst hefði verið
eftir áhugasömu 18-35 ára gömlu
fólki til að taka þátt í óvissuferð. Á
fyrstu vikunni skráðu sig tíu þúsund
manns. Úr hópi þeirra voru valdir
2.000 sem uppfylltu öll skilyrði. Þeir
mættu í viðtal og voru 100 valdir til að
fara í ævintýraferð og kynna sér
Kanaríeyjar í eina viku. Það var ekki
fyrr en þátttakendurnir mættu á
flugvöllinn í gær að þeir fengu að vita
hvert förinni var heitið.
Perdomo sagði að Kanaríeyjar
hefðu löngum verið kallaðar „heppnu
eyjarnar“ vegna hins góða loftslags
sem þar ríkir, ekki síst á vetrum. „Við
viljum deila heppni okkar með ykk-
ur,“ sagði Perdomo. Hún sagði að
ekkert slægi betur á vetrardrungann
sem þjáir marga á norðurslóðum en
að fara í sólina á Kanaríeyjum. En
hvers vegna völdu þau Ísland?
„Ef horft er á landakort sést að
langt norðan við Kanaríeyjar er eld-
fjallaeyjan Ísland. Við eigum svo
margt sameiginlegt, annað en lofts-
lagið. Við lengst í suðri og þið lengst í
norðri,“ sagði Perdomo.
Boð til Kanaríeyja
100 Íslendingum verður boðið frítt til Kanaríeyja 100
manna hópur frá Kanaríeyjum kom í gær til að kynna landið
Sendinefnd Hópurinn vissi ekki fyrr
en á flugvellinum hvert leiðin lá.
Í HNOTSKURN
»100 íbúar Kanaríeyjaverða hér í viku til að
kynna Kanaríeyjar.
»100 Íslendingum verðurboðið frítt til Kanaríeyja
að kynna sér vatnaíþróttir,
heilsudekur, náttúruskoðun
og fjölskylduferðir. Áhuga-
samir komi í Austurstræti 7 á
fimmtudag og föstudag, kl. 11-
21, og skrái sig.
»Annað kvöld verður „NoWinter Blues“-fögnuður í
Listasafni Reykjavíkur og
boðið upp á veitingar og tón-
list frá Kanaríeyjum.