Saga - 1957, Qupperneq 10
224
hefðu mjög slaknað frá því, sem áður var.
Erfðir, framfærsla og vígsbætur náðu allt til
fimmmenninga samkvæmt lögum, og kirkjan
bannaði hjúskap milli fimmmenninga og krafð-
ist leyfisgjalds fyrir hjúskap milli fjarskyld-
ari manna allt að sjömenningum, fram til árs-
ins 1217, en slakaði þá nokkuð á. öll þessi laga-
ákvæði, bæði veraldleg og kirkjuleg, en þó
einkum hin kirkjulegu, kröfðust gífurlegrar
ættvísi manna, og ættfræði hefur hlotið að vera
kennd, enda er t. d. sagt um Þorlák Þórhalls-
son, sem síðar var biskup í Skálholti og kall-
aður hinn helgi, að hann hafi numið ættvísi
og mannfræði að móður sinni. Ef vér snúum
okkur nú að Landnámu og athugum ættir henn-
ar, sjáum vér skjótlega, að samtímamenn þeirra
Kolskeggs og Ara voru yfirleitt komnir í 5.
til 7. lið frá landnámsmönnum, en fáir lengra.
Þeim var því skylt að lögum að muna ætt sína
til landnámsmanna, og verður að gera ráð fyrir,
að þeim ættartölum megi treysta í öllum meg-
inatriðum. Nöfnum forfeðranna hafa svo fylgt
ýmsar sagnir, m. a. um viðurnefni, bústaði og
önnur atriði, til þess að unnt væri að greina
menn sundur.
Við ættartölurnar, sem menn þurftu að muna,
bættist það, að menn höfðu áhuga á sögu for-
feðra sinna af ýmsum öðrum ástæðum. Sumir
atburðir í sögu þjóða og einstaklinga geymast
fremur í minni manna en aðrir og stuðla sér-
staklega að sagnamyndun. Þar má telja land-
nám einna fyrst í flokki. Flutningur úr einu
landi í annað orkar mjög á ímyndunarafl
manna, og menn varðveita lengi sagnir um