Saga - 1957, Side 13
227
fornum kvæðum, og tengja þær aftan við sína
ætt. Aðferð þeirra var svipuð aðferð sumra
ættfræðinga nú á tímum, sem rekja ættir eftir
litlu eða engu öðru en nafnalíkum. Hér skulu
nefnd tvö einkar glögg dæmi um slíkar ættrakn-
ingar að fornu. Ari hinn fróði rekur í Islend-
ingabók ætt sína í beinan karllegg til Ynglinga,
fornkonunga Svía, og ætt Sæmundar hins fróða
í Odda er rakin í beinan karllegg til Skjöldunga,
fornkonunga Dana. Þannig skiptu einna fróð-
ustu Islendingar, sem uppi voru um aldamótin
1100, frægustu fornkonungaættum Norður-
landa á milli sín. Óþarft mun að telja rök fyrir
því, að þessi ættatengsl hljóta að vera tilbúning-
ur, að öllum líkindum frá byrjun ritaldar. Þess
skal aðeins getið, að nokkur ágreiningur er í
ritum um bæði langfeðgatölin, og má af því ráða,
að hinir fróðu menn hafi verið að þreifa fyrir
sér um það, hversu þeir skyldu rekja, unz þeir
komust að niðurstöðu, sem þeir létu sér lynda.
Sams konar dæmi eru alkunn frá vorum dögum,
— að ættfræðingar breyta oft ættfærslum sín-
um, eftir því sem þeim þykir líklegast hverju
sinni. En þótt frásagnir um forfeður landnáms-
manna séu að ýmsu leyti varhugaverðar sem
söguleg sannindi, eru þær oft mikils verð heim-
ild um fornar sagnir og hugmyndir Islendinga
um uppruna sinn.
Sérstakar ástæður gátu einnig valdið því,
að sumum hætti til að ýkja ætterni sitt. I Þórðar-
bók, sem er ein gerð Landnámu, segir t. d.: „Það
er margra manna mál, að það sé óskyldur fróð-
leikur að rita landnám. En vér þykjumst heldur
svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir
bregða oss því, að vér séum komnir af þrælum
L