Saga - 1957, Síða 14
228
eða illmennum, ef vér vitum víst vorar kyn-
ferðir sannar“. Ókunnugt er, hve gömul grein
þessi er, hverjir hinir útlendu menn voru eða
hvort nokkuð var hæft í brigzlyrðum þeirra. En
einhverjum hefur verið illa við þau, og gat þá
verið freistandi að ýkja fremur ætterni sitt en
minnka.
Þá er komið að síðustu spurningunni og hinni
örðugustu, í hvaða skyni Landnáma hafi verið
samin. Um það hefur ýmislegt verið ritað, og
hefur verið gizkað á, að samning hennar hafi
staðið í sambandi við einhverjar umræður um
lögtöku óðalsréttar eða þá tilraunir Gizurar
biskups ísleifssonar að koma skipun á kirkju-
stjórn í landinu. En hvorug tilgátan hefur öðl-
azt almennt fylgi fræðimanna, og verður enn
að teljast einna líklegast, að fróðleiksfýsnin hafi
ráðið mestu um ritun Landnámu. Sú skoðun er
nátengd þeim skilningi, sem hér hefur verið
haldið fram, um varðveizlu Landnámuefnis.
Þegar þeir Ari og Kolskeggur hófu ritun Land-
námu, var að því komið, að landnámsfrásagn-
irnar gleymdust. Hinar uppvaxandi kynslóðir
voru komnar lengra frá landnámsmönnum en
svo, að þær þyrftu að muna þá sökum laga-
ákvæða, og þá var mikil hætta á, að þeir hyrfu
alveg sjónum manna aftur í myrkri aldanna.
1 ýmsum erlendum sagnaritum var lögð mikil
rækt við að rekja uppruna þjóða. Því höfðu
lærðir fslendingar smám saman kynnzt eftir
kristnitöku, og er þeir komust upp á lag með
að rita á sína tungu, hlaut þeim brátt að verða
ljóst, að landnámssaga íslendinga myndi verða
nálega eins dæmi, ef tækifærið væri gripið,
meðan enn var hægt að safna efninu. Þau rök