Saga - 1957, Síða 17
231
kenningu íslenzks fána. Áður en lengra er hald-
ið, skal því stuttlega skýrt frá upphafi bláhvíta
fánans og því helzta, sem gerzt hafði í fánamál-
inu fram til þess tíma, er fánatakan á Reykja-
víkurhöfn átti sér stað.
I.
Það mun hafa verið Sigurður Guðmundsson
málari, sem fyrstur vakti máls á því, að fálkinn
íslenzki væri virðulegra merki en hinn krýndi
þorskur, sem verið hafði merki og innsigli Is-
lands um margra alda skeið, og varð það til
þess, að stúdentar tóku fálkann upp í merki sitt
árið 1873, og á þjóðhátíðarsamkomum árið
eftir var fálkinn víða notaður sem merki. Pálmi
Pálsson studdi þessa hugmynd í fróðlegri grein
í Andvara árið 1883 um merki íslands, og sama
gerði dr. Valtýr Guðmundsson m. a. á þjóðfundi
á Þingvöllum sumarið 1885, þar sem samþykkt
var tillaga frá honum um sérstakan verzlunar-
fána. Ennfremur var málinu hreyft á alþingi
þetta sumar, en frumvarp, sem lagt var fram
þar um þjóðfána fyrir Island, hlaut ekki af-
greiðslu.1) Síðan lá mál þetta kyrrt um sinn, og
hið næsta, sem þýðingu hefur, er grein um fána-
ftiálið, er Einar Benediktsson skáld birti í blaði
sínu Dagskrá hinn 13. marz 1897. Hann gerir
þar skýran mun á merki og fána, sem menn
höfðu fram að þessu lítt greint á milli. Síðan
segir hann:
>,Þjóðlitir íslands eru blátt og hvítt, er tákna himin-
inn og snjóinn. . . . Nú er krossinn, eins og kunnugt er,
x) íslenzki fáninn, Rvík 1914, Fylgirit I, bls. 7 — 11.