Saga - 1957, Síða 19
233
fremur var samþykkt að reyna að afla þessari
fánagerð fylgis meðal þjóðarinnar.
Það er vert að geta þess hér, að nefndin klofn-
aði um fánagerðina. Matthías Þórðarson, síðar
þjóðminjavörður, vildi „að fáninn yrði blár með
rauðum krossi, en hvítum röndum utan um
rauða krossinn, er skyldi geta táknað fjalla-
blámann, ísinn og eldinn“. Sú skoðun, sem oft
hefur skotið upp kollinum og það allt til þessa
dags, að rauði liturinn hafi verið settur í fán-
ann, eins og hann endanlega varð, til þess að
gera Dönum til geðs, er því ekki rétt.2)
Stúdentafélag Reykjavíkur sendi síðan út
áskorun til landsmanna og skoraði á þá „að
draga bláhvíta fánann á stöng við hátíðleg tæki-
færi og þegar ástæða er til að sýna þannig þjóð-
erni sitt“,3) og varð því vel að ósk sinni, því að
fánanum jókst mjög fylgi, og mun þar ekki
hvað sízt hafa notið eindregins stuðnings ung-
mennafélaganna, en starfsemi þeirra var í mikl-
um uppgangi einmitt á þessum árum.
2) Þeim, sem þetta ritar, er það minnistætt, að
Matthias Þórðarson skýrði frá því á fundi í Stúdenta-
félagi Reykjavíkur, líklega veturinn 1930—31, að hann
væri höfundurinn að tillögunni um rauða krossinn í fán-
anum og að það hefði verið smekksatriði eingöngu, sem
hefði ráðið þessari hugmynd, en ekki tillitið til Dana.
Þetta hefur Matthías Þórðarson síðar staðfest í munn-
legu samtali og að frásögnin í nefndarálitinu til Stúd-
entafélagsins um þetta atriði sé að öllu leyti rétt. Einar
Benediktsson virðist hafa verið einn af þeim, sem hafa
álitið, að rauði liturinn hafi verið settur í núverandi
gerð fánans vegna Dana, sbr. rit dr. Steingríms J. Þor-
steinssonar um Einar Benediktsson, Laust mál, úrval,
Rvík 1952, bls. 629.
3) íslenzki fáninn, Rvík 1914, Fylgirit I, bls. 20.