Saga - 1957, Qupperneq 21
235
og mundi hann síðan afhenda hann bæjarfó-
geta. Var þá dáta boðið að taka fánann af bátn-
um. Síðan var Einari sleppt á brott í bát sínum,
og hélt hann tafarlaust að steinbryggjunni, fór
þar í land og sagði tíðindin.
Fréttin um atburð þennan barst fljótt um all-
an bæ og vakti mikla athygli, svo sem nánar
verður skýrt frá hér á eftir. Einar Pétursson
kærði fánatökuna samdægurs fyrir Stjórnar-
ráðinu. Þar rekur hann fyrst málsatvik á sama
hátt og getið er hér að framan, en síðan segir
1 kærunni:
„Með því mér þykir mér með þessu sýndur yfirgang-
ur og gerður óréttur, þar sem tekið er af mér af óvið-
komandi manni með valdi flagg, sem ég á, án þess nokk-
ur heimild sé til þessa mér vitanlega, þá leyfi ég mér
hér með að kæra skipstjórann á Islands Falk, herra
Rothe, fyrir greint athæfi og vænti þess, að hið háa
stjórnarráð hlutist til um, að rannsókn sé þegar hafin
og ef skýrsla mín staðfestist við þá rannsókn, þá verði
skipstjóranum refsað svo sem lög heimila fyrir ofan-
nefnt athæfi og mér skilað aftur fánanum.
Ef hið háa stjórnarráð sér sér eigi fært að hefjast
handa á annan hátt, þá vænti ég þess, að það hlutist til
um það, að aftra því, að ég eða aðrir verði fyrir slíkum
búsifjum eftirleiðis".
Skipherrann á Islands Falk, R. Rothe, sendi
bæjarfógetanum í Reykjavík fánann samdæg-
urs með stuttu bréfi, þar sem hann skýrir frá
því, sem skeð hafði, að mestu leyti á svipaðan
hátt og Einar Pétursson gerir í kæru sinni.
Hann segir, að skipsmenn hafi þá um morgun-
inn tekið eftir báti á höfninni, „der fþrte et
Flag, som ikke er tilladt for Skibe og Fartþjer
hjemmehþrende i det danske Monarki". I bátn-
um hafi verið aðeins einn maður, sem hafi ver-