Saga - 1957, Blaðsíða 23
237
ráðið segir í skýrslu til dönsku stjórnarinnar
um atburðinn, að danski fáninn hafi verið skor-
inn niður hjá þeim, sem hafi verzlað með slíka
fána, en getur þess þó jafnframt, að fánanum
hafi ekki verið sýnd nein óvirðing á annan hátt.
Síðar um daginn réru ýmsir út að varðskip-
inu og í kring um það og höfðu bláhvíta fána
innanborðs í mótmælaskyni. Þeirra á meðal var
vélbátur með tvo róðrarbáta í eftirdragi. Þeir,
sem þar voru, sungu fánasöng Einars Benedikts-
sonar (Rís þú unga Islands merki) og ýmis ætt-
jarðarlög, meðan siglt var í kring um Islands
Falk, en enginn um borð hreyfði hönd né fót.
Um svipað leyti fór varðskipsforinginn í
land, en áður hafði hann sent fánann til bæjar-
fógeta, eins og að ofan er sagt. Nú hélt hann í
Stjórnarráðið, en meðan hann dvaldi þar, komu
síðustu bátarnir að landi, og þeir, senl í bátun-
um höfðu verið, héldu upp að Stjórnarráðshús-
inu og inn á blettinn að myndastyttu Jóns Sig-
urðssonar, sem stóð þar, sem myndastytta
Hannesar Hafsteins er nú. Fáni var lagður á
fótstall myndastyttunnar, sem að öðru leyti var
umkringd af bláhvítum fánum. Þarna voru
einnig sungin ættjarðarljóð, og hrópað var
húrra fyrir fánanum. Um þetta leyti hafði all-
mikill mannfjöldi safnazt saman í miðbænum,
og báru margir íslenzku litina á sér á einhvern
hátt. Þegar varðskipsforinginn kom út úr
Stjórnarráðshúsinu, var honum fylgt þaðan of-
an á bryggjuna með fánum, og þegar á sjálfa
bryggjuna kom, höfðu menn raðað sér þar
beggja megin, þannig að foringinn gekk á milli,
og svo var stillt til, að fánarnir mynduðu eins
konar heiðursboga, er hann varð að ganga und-