Saga - 1957, Page 24
238
ir, en sums staðar var fánunum haldið nokkuð
niður, svo að foringinn varð að lúta lítils háttar
til þess að komast leiðar sinnar.
Á meðan þessu fór fram, sem nú var lýst,
boðuðu alþingismenn Reykjavíkur til borgara-
fundar með auglýsingu á bláum pappír, er svo
hljóðaði:
Kjósendafundur
Undirskrifaðir þingmenn boða til kjósendafundar í
Barnaskólaportinu í kvöld kl. 9 út af því, að dönsku
hervaldi var í morgun beitt á íslenzkri höfn.
Lárus H. Bjarnason Jón Jónsson7)
Á fundinum, sem haldinn var á hinum aug-
lýsta tíma, „var svo mikið fjölmenni saman-
komið, að aldrei hefur annað eins sézt, svo að
segja allt, er vettlingi gat valdið“, segir í Ing-
ólfi, en í Isafold er áætlað, að fundinn hafi sótt
eitthvað milli fjögur og fimm þúsund manns.
Ræðumenn á fundinum voru alþingismennirnir
báðir og auk þeirra Bjarni Jónsson frá Vogi,
Árni Pálsson, síðast prófessor, og Árni Árna-
son frá Höfðahólum.
Lárus H. Bjarnason var frummælandi. Hann
byrjaði á því að skýra frá því, sem gerzt hafði
um morguninn, og gat þess, að varðskipsfor-
inginn hefði síðar um daginn sent bæjarfógeta
flaggið, og rakti efni bréfsins, sem fylgdi því,
á sömu lund og segir hér að framan. Síðan vék
hann að þeirri hlið á málinu, hvort fánatakan
hefði verið heimil, og taldi, að hún mundi eiga
að byggjast á tveimur gömlum dönskum tilskip-
unum, sem banna dönskum skipum að flagga
með öðru flaggi en ríkisflagginu, en á þeim
7) Þ. e. Jón Aðils dósent, síðar prófessor.