Saga


Saga - 1957, Page 24

Saga - 1957, Page 24
238 ir, en sums staðar var fánunum haldið nokkuð niður, svo að foringinn varð að lúta lítils háttar til þess að komast leiðar sinnar. Á meðan þessu fór fram, sem nú var lýst, boðuðu alþingismenn Reykjavíkur til borgara- fundar með auglýsingu á bláum pappír, er svo hljóðaði: Kjósendafundur Undirskrifaðir þingmenn boða til kjósendafundar í Barnaskólaportinu í kvöld kl. 9 út af því, að dönsku hervaldi var í morgun beitt á íslenzkri höfn. Lárus H. Bjarnason Jón Jónsson7) Á fundinum, sem haldinn var á hinum aug- lýsta tíma, „var svo mikið fjölmenni saman- komið, að aldrei hefur annað eins sézt, svo að segja allt, er vettlingi gat valdið“, segir í Ing- ólfi, en í Isafold er áætlað, að fundinn hafi sótt eitthvað milli fjögur og fimm þúsund manns. Ræðumenn á fundinum voru alþingismennirnir báðir og auk þeirra Bjarni Jónsson frá Vogi, Árni Pálsson, síðast prófessor, og Árni Árna- son frá Höfðahólum. Lárus H. Bjarnason var frummælandi. Hann byrjaði á því að skýra frá því, sem gerzt hafði um morguninn, og gat þess, að varðskipsfor- inginn hefði síðar um daginn sent bæjarfógeta flaggið, og rakti efni bréfsins, sem fylgdi því, á sömu lund og segir hér að framan. Síðan vék hann að þeirri hlið á málinu, hvort fánatakan hefði verið heimil, og taldi, að hún mundi eiga að byggjast á tveimur gömlum dönskum tilskip- unum, sem banna dönskum skipum að flagga með öðru flaggi en ríkisflagginu, en á þeim 7) Þ. e. Jón Aðils dósent, síðar prófessor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.