Saga - 1957, Síða 30
244
III.
Eins og vænta mátti, barst fréttin um fána-
tökuna og borgarafundinn fljótlega út fyrir
pollinn, og varð Kaupmannahafnarblöðunum
tíðrætt um málið, en fregnirnar virðast þó hafa
verið næsta óljósar, að minnsta kosti fyrst í
stað, eftir því sem blöðin sjálf segja. Öll blöðin
virðast eiga sammerkt um það að gera fullmikið
úr þeirri ólgu, sem fánatakan orsakaði. í Poli-
tiken, sem skrifar einna ýtarlegast um málið,
segir t. d., að „Anholdelsen har fremkaldt en
voldsom Ophidselse i Byen“ og „Stemningen er
meget ophidset selv blandt tidligere Modstan-
dere af Flagsagen". Ennfremur segir blaðið, að
„de islandske Lþsrivelsesmænd med Handels-
konsulent Bjarni Jonsson i Spidsen har straks
gjort et stort Nummer ud af Affæren . . . og i
Lþrdags gik det endog saa vidt, at en S0n af den
bekendte Althingsmand Skuli Thoroddsen uden
videre skar Splitflaget ned paa Islands Ministe-
rium. Flaget blev hejst igen under Politibeskyt-
telse. Det hele ser kort sagt meget krigerisk
ud“.15). Frásögnin um niðurskurð fánans á
flaggstöng Stjórnarráðsins mun rétt, en ís-
lenzku blöðin leiddu hjá sér að skýra frá þessu.
I skýrslu Stjórnarráðsins til dönsku stjórnar-
innar, sem áður er getið, segir m. a. þetta: „ . . •
da Islands Falk afgik herfra den 14. og Ministe-
fram komið i símskeytum, og ef marka má það nokkuð,
sem sennilega má gera, hefur hún að öllum líkindum
ekki geymt miklar staðreyndir fram yfir það, sem *
bréfinu til bæjarfógeta segir, þótt hún kunni að hafa
verið eitthvað lengri og ýtarlegri.
15) Politiken 17. júní 1913.