Saga - 1957, Síða 33
247
lenzku stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn, og
bað hann um að upplýsa, hvort róðrarbátum
væri bannað að hafa uppi ólöggilt flagg eða
merki eins og hinn bláhvíta fána. Sýnir þetta,
að Stjórnarráðið hefur strax dregið heimild
varðskipsforingjans til fánatökunnar í efa.
Næsta dag, hinn 13. júní, símaði Krabbe, að
flotamálaráðuneytið vísaði í almenn fyrirmæli
fyrir skip í danska flotanum, en samkvæmt
þeim ættu slík skip að sjá um, að fylgt væri
herflotareglugerð 8. jan. 1752, 818. gr., sem
ráðuneytið túlkaði þannig, að ákvæðið, sem
væri um kaupför (Koffardiskibe), gilti um öll
skip (Fartþjer) nema herskip. Engar undan-
þágur væru gildandi að því er Island snerti.
Krabbe bætti því við, að í blaðagreinum um
fánamálið, sem byggðust á upplýsingum frá
flotamálaráðuneytinu, væri því fram haldið, að
ákvæði skipaskráningarlaganna næðu líka til
báta.17)
Á fundinum, sem haldinn var í barnaskóla-
portinu, var fánatökunni lýst sem lögleysu, sbr.
tillögurnar, sem samþykktar voru, og einn
ræðumannanna, Lárus H. Bjarnason, vék sér-
staklega að þessari hlið málsins, eins og áður
er á minnzt. Síðar áréttaði hann þetta í grein,
í Isafold.18) Dönsku blöðin töldu fánatökuna
hins vegar fyllilega lögum samkvæma, og Knud
Berlin var á sömu skoðun skv. grein þeirri, sem
hann skrifaði í blaðið Kþbenhavn.19) Bezt og
ýtarlegast hefur þó Einar Arnórsson, fyrrver-
17) Skjöl í Þjsks. Stjr. ísl. I, Db. 3 nr. 934.
1S) ísaf. 25. júní 1913.
19) K0benhavn 15. júní 1913.