Saga - 1957, Side 37
251
þegar skip (bátur) hefur ekki brotið flaggregl-
urnar, sé augljóst, að stjórnarvöldin og 'þá um
leið herskip geti ekki heft för þeirra, og hafi því
varðskipið skv. niðurstöðunni, sem lýst er hér
að framan, ekki haft heimild til fánatökunnar,
en þá kemur til álita hitt atriðið, hvort danskt
herskip hafi lögregluvald eða dómsvald, þegar
flagglöggjöfin er brotin í landhelgi eða í höfn
inni. Þessar spurningar tekur höfundurinn til
ýtarlegrar meðferðar og athugar þá m. a. her-
flotareglugerðina 8. jan. 1752, 818. gr. Hann
vekur athygli á því, að hún hafi aldrei verið
gildandi á íslandi, en auk þess eigi hún eingöngu
við, ef konungsflaggið er notað leyfislaust á
kaupförum eða víkingaskipum. Þótt kaupskip
noti annað flagg en kaupfánann, telur höfundur
ennfremur, að herskip hafi ekki skv. 818. gr.
lögregluvald yfir því sakir þess brots og geti
ekki gert annað eða meira en að skýra lögregl-
unni á staðnum frá því. Yfirleitt telur höfund-
ur, að varðskip hafi ekki annað lögregluvald í
landhelginni en að handsama skip, sem verið
hafa að ólöglegum veiðum þar. Auk þess er þess
að geta, segir hann, að snekkjan var inni í höfn,
og þar hefur varðskipið ekki neitt lögregluvald.
Röksemdir þær, sem fram voru bornar af
hálfu íslendinga, virðast taka af öll tvímæli um
það, að fánatakan hafi verið framin án heim-
ildar. Það er fráleitt að ætla sér að halda því
fram, að kappróðrarbátur geti komið undir
skýringuna á orðinu kaupskip í þessu sambandi,
enda sýnir Einar Arnórsson fram á það á gam-
ansaman hátt í ritgerð sinni. Hitt er og jafn
fráleitt að halda því fram, að varðskipið hafi
haft vald til þess að hefta för bátsins eða að,