Saga - 1957, Blaðsíða 38
252
taka af honum bláhvíta fánann inni í höfninni.
Það vald hafði að sjálfsögðu bæjarfógetinn einn
og enginn annar, ef um eitthvert brot hefði ver-
ið að ræða.
Þess er áður getið, að Stjórnarráðið muni
hafa dregið lögmæti verknaðarins í efa. Þetta
kemur greinilega fram í skýrslu þeirri, sem það
sendi dönsku stjórninni no'kkrum dögum eftir
að atburðurinn skeði. Þar er þess getið, að al-
menningur á íslandi hafi álitið, að það væri ekki
óheimilt að nota bláhvíta fánann eða annað
merki á smábátum, sem ekki eru skyldir til að
hafa danska fánann, og að varðskipin hafi ekki
undanfarin ár skipt sér af því, þótt fólk notaði
flaggið, eða kvartað undan því til stjórnarvald-
anna. Fánatakan hafi því komið, ekki eingöngu
öllum almenningi, heldur og Stjórnarráðinu al-
veg á óvart. Síðan segir orðrétt (í þýðingu):
„Ráðuneytið er þeirrar skoðunar, að taka varð-
skipsforingjans á umræddu flaggi hafi skort
nauðsynlega lagaheimild, þar sem hún getur
ekki byggzt á banninu í lögum nr. 31, 31. desbr.
1895, 2. gr., um skráningu skipa, sem á einungis
við íslenzk kaupskip, og sem að minnsta kosti
ekki virðist með lögjöfnuði hægt að láta ná til
opinna báta á höfnum inni“.22)
Engar skýrslur eða athugasemdir virðast hafa
borizt til Stjórnarráðsins um mál þetta frá hin-
um dönsku stjórnarvöldum, og ekkert var frek-
ar gert í því af hálfu íslenzkra eða danskra yfir-
valda.
22) Skjöl í Þjsks. Stjr. ísl. I, Db. 3 nr. 934.