Saga - 1957, Page 42
Skriðan varð grafreitur.
Ef landnámsjörð er nú kot, hefur eitthvað
gerzt, sem fróðlegt væri að vita vegna byggðar-
sögu héraðs og lands, því að hún er á köflum
samsett mest úr molum dreifðrar vitneskju, eigi
sízt þeim, sem grafnir verða nú eða síðar úr
jörð.
Sjö jarðir liggja í landnámi Gunnólfs í
Blönduhlíð í Skagafirði (mannsnafnið ritað
Sunnólfur í Sturlubók). Síðan Jarðabók Á. M.
var gerð, hefur Hjaltastaðahvammur verið met-
inn lægst þessara jarða til landskuldar og oft-
ast kallaður hjáleigugrey frá Hjaltastöðum. En
þeir og Frostastaðir eru helztu býli landnáms-
ins og samboðnust landnámsmanni. Milli þeirra
og nærri rótum hins snarbratta f jalls er Hvamm-
ur, er svo hét á miðöldum (1388 Miðhvammur,
til aðgreiningar), en ber nafnið Hjaltastaða-
hvammur síðan 1569. Af rökum, sem brátt skal
getið, fylli ég flokk þeirra, sem telja ugglaust,
að fullyrðing Landnámu, að Gunnólfur byggi í
Hvammi, eigi við engan Hvamm nema þennan,
sem er nærri miðdepli landnáms.
Af þessu stafar, að rétt er að veita fornleif-
um býlisins eftirtekt, umfram margar aðrar
jarðir.
Á skriðuhrygg ávölum að bæjarbaki var Þor-
steinn Sigurðsson, bóndi jarðarinnar, að grafa