Saga - 1957, Side 48
262
mætti í henni grafa. Slíkt erfiði hefðu menn
trauðla lagt í til annars en þess að viðhalda eldri
kirkjugarði, sem lögbrot var að leggja niður,
nema menn gætu flutt öll bein til næstu kirkju
og leituðu þeirra svo vandlega sem þeir mundu
leita fjár í moldu (Kristinréttur hinn forni,
lengur haldinn nyrðra en sunnan lands).
Mölin undir gröfunum er ekkert vatnssorfin,
hún ber öll merki skriðufalls efst úr hlíð og er
svo límd og hörð, að hvorki unnu á henni leys-
ingar né gömul graftól. Ef þessi skriða hefur
hlaupið yfir fornan bænhússgarð Hvamms eða
part af honum, var óframkvæmanlegt að sækja
neitt það, sem undir henni varð, grafreitinn
varð að endurnýja á sama stað.
Spönn frá vinstri vanga karlmannsins í gröf-
inni opnaðist hola niður, þegar Þorsteinn Sig-
urðsson skóf þar síðustu moldarleifar ofan af
skriðunni. Holan var um 190 sm eða sex fet á
dýpt og víddin alstaðar jöfn, 8-9 sm í þvermál,
eins og eftir vel beina birkistoð, sem fúnað hafi
þar innan úr. Annað en stoð virðist ekki koma
til greina, og var þetta mesti furðufundur hús-
grunnsins.
Holan hallast svo undan brekku, að varla
héngi uppi þak á svo hallri stoð, hvort sem hún
bar brúnás eða mæniás. Eigi hefur enn verið
leitað veggleifa þess húss, sem skriðan hefur
þar fyllt, en þær áttu ekki að dyljast, ef nokkrar
sæjust upp úr skriðunni innan 1 metra fjar-
lægðar frá stoð. Á næstu öld verður líklega hug-
að að því, hvað skriðuhlaupið mikla braut undir
sig, og fengin nánari tímasetning hlaupsins en
mér er unnt að gera.
Ef tilgáta mín er rétt, að moldflutningar (og