Saga - 1957, Qupperneq 49
263
voráveita aurs úr gilinu) hafi fljótt eftir hlaup-
ið haft það markmið, að greftra mætti, vaknar
sú spurn, hvort nokkur hafi unnið það verk
nema karl sá, er einna síðastur kaus sér þar leg,
án kistu, með hlust við stoðarhöfuð.
Kaus hann þar leg af því, að stoðin væri hon-
um stytzti vegur til snertingar við grafið líf og
ástvini?
Eða var það til bjargar fornu bæjarstæði
Hvamms, sem menn beittu þeirri verkfræði og
trúfræði í senn að hækka skriðuhrygginn eftir
getu, svo að seinni skriður flæddu siður yfir
hann, og endurreisa bænhúsið með kirkjugarði
— og einmitt á þeim hrygg, sem úr gilinu hafði
geigvænastur komið, vígja hann Drottni?
Tilgangslaust er og skal eigi gert að ætla nú-
tíðarmönnum að trúa, að sá hafi bænhús reist,
sem svo snauður var á eftir, að hann fór kistu-
laus í reit þess. Sérhverja aðra náttúrufræði
skilja menn og það með, að sól rís ekki í austri
undir háfjalli þessu, ekki einu sinni á dómsdegi,
sem rétt grafnir kristnir menn horfa austur til.
Hafi Skalla oft orðið litið í Rauðagil kvikum,
leit höfuð hans aldrei nema þangað úr moldinni,
og engin fjöl skyggði fyrir. Það sér á beinum
hans öllum senn, að vel gæti hann verið maður
hamrammur.
Skriðan varð grafreitur og geymir fleira en
vitum, og fram á 18. öld gengu aurhlaupin í sí-
fellu yfir þá túnhluta, sem hún hlífði eigi.
En síðan Skalli var settur í urð sína, líkleg-
ast fyrir 1388, hyggjum vér og Árni Magnús-
son, að Rauðagil ynni eigi mönnum grand né
bryti Hvammsbæ.
Björn Sigfússon.