Saga - 1957, Side 50
Vopna -Teitur.
Hjá Dyralóni og Stjörnusteinum
stafni vendir skeið til hafnar,
garpar móðir í skinna skrúði,
skelfur ár fyrir þungri báru,
stýrir rekkur roskinn kneri,
reikar ekki sveif né skeikar
hendi, þó að vaxi vindur
Vopna-Teitr í horfið beitir.
(Fornólfur.)
Teitur Gíslason, sem bjó í Auðsholti í Bisk-
upstungum á síðara hluta 16. aldar og kallaður
var Vopna-Teitur, var fæddur árið 1529 sam-
kvæmt því, sem hann telur sjálfur aldur sinn í
vitnisburðarbréfi einu. Eftir því sem nú má
víst telja, var hann sonur Gísla lögréttumanns
á Stafnesi Jónssonar á Svarðbæli undir Eyja-
fjöllum (,,Sandbælis“-Jóns) Helgasonar, og
konu Gísla, Oddnýjar Pétursdóttur lögréttu-
manns í Öndverðanesi Sveinssonar biskups hins
spaka. Um móðurætt Teits hefi eg áður ritað
í þætti af Pétri Sveinssyni og niðjum hans, sem
birtur er í þessu bindi af Sögu, og verður það
ekki endurtekið hér.
Um afa Teits Gíslasonar, „Sandbælis“-Jón,
er það kunnugt, að hann var róstu- og vígamað-
ur og varð tveggja manna bani. Síra Jón Egils-
son í Hrepphólum hefir um hann eftirfarandi
frásögn í Biskupaannálum sínum: „Það skeði