Saga - 1957, Qupperneq 55
269
á því að leita dalsins. Trú á útilegumenn og tröll
var þá almenn, þótt meiri yrði síðar, enda studd-
ist hún við fornsögur, sem engum kom þá til
hugar að bera brigður á. Kjark og áræði þurfti
því til þess að takast á hendur rannsóknarferð
inn í óbyggðir á þeim tímum, þar sem ókunnar
hættur gátu beðið við hvert fótmál. Ferð Teits
varð líka allfræg. Jón Guðmundsson lærði
(1574 — 1658) segir svo frá henni í riti sínu
„Um hulin pláz og yfirskyggða dali á íslandi“:
„Einn maktar maður skuli einu sinni hafa vilj-
að leita upp nefndan Þór(i)sdal, er sumir kalla
Áradal. Sá maður hét Teitur, var við tólfta
mann og kom undir Skjaldbreið. Þá gjörðist
mikil þoka, og heyrði hann og hans fylgjarar
kvæðaraust í myrkrinu stórkostlega uppkoma,
svohljóðandi:
Tröllin taka þig allan,
Teitur, ef þú fer að leita.
Við þetta létti hann leitinni og fór heim við svo
búið“ (Munnmælasögur 17. aldar, Rvík 1955,
bls. 25, sbr. Huld III, 77-78).
í frásögn þessari er þess ekki getið, hver Teit-
ur sá var, er för þessa fór. En til er önnur göm-
ul frásögn af sama atburði, sem tekur af allan
vafa um það. Sumarið 1664 fóru tveir prestar,
síra Helgi Grímsson á Húsafelli og síra Björn
Stefánsson á Snæúlfsstöðum, að leita Þórisdals
og komust þangað alla leið. Samsumars ritaði
síra Helgi frásögn af ferð þeirra og greinir þar
að upphafi frá gömlum sögnum um dalinn og
öðru, sem hann hefir um hann heyrt, þar á
meðal ferð Teits, er hann segir frá á þessa leið:
j.Nú er þó enn eftir það mest og nýjast, að menn