Saga - 1957, Blaðsíða 57
271
var auðmaður og í heldri bænda stétt, ættaður
vel og venzlaður höfðingjum. Kona hans var
Ingibjörg Þorsteinsdóttir sýslumanns í Hjörs-
ey Torfasonar í Klofa. Þormóður var látúns-
smiður mikill, maður harðfengur og mikill fyrir
sér, ef því var að skipta. Milli Bræðratungu og
| Auðsholts verður ey í Hvítá, allvíðáttumikil,
grasgefin og góð til slægna. Hét hún fyrrum
Staðarey, en nú Tunguey. Ey þessi var á þeim
tímum þrætuepli milli staðarins í Skálholti og
eiganda Bræðratungu, en að lyktum náði Gísli
lögmaður Hákonarson henni að fullu undir
Bræðratunguna, að því er sagnir herma.
Það bar til tíðinda á einu sumri á fyrri árum
Teits í Auðsholti, að Gísli biskup Jónsson veitti
Teiti heimild til að heyja í Staðarey, er þá
nefndist svo. Notaði Teitur það og sló sem hon-
um líkaði. En er hann ætlaði að flytja heyið úr
eynni, kom Þormóður í Bræðratungu þangað
ríðandi með vopnuðu liði og hjó ofan heybagg-
ana af hestum Teits. Réðst Teitur þá í móti Þor-
móði, og börðust þeir þar. Veitti Þormóði bet-
ur, enda var hann betur vopnum búinn að því
sinni, og gekk Teitur af með skemmdaráverka.
Ekki verður þess vart, að mál þetta kæmi til al-
þingis, og munu góðgjarnir menn hafa komið
á sættum með bændavíkingum þessum. Síðar
tengdust ættir þeirra Teits og Þormóðar með
giftingu barnabarna þeirra, þá er Ólafur, son-
ur síra Gísla Teitssonar, fekk Ingibjargar, dótt-
ur síra Páls í Klausturhólum og Þorgerðar Þor-
móðsdóttur frá Bræðratungu.
Eins og áður er sagt, var Vopna-Teitur tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var Jórunn Einars-
dóttir bónda og hreppstjóra á Vatnsleysu í Bisk-