Saga - 1957, Page 58
272
upstungum Guðmundssonar. Árið 1547 segist
Einar hafa búið á Vatnsleysu í 25 ár (ísl. forn-
brs. XI, 537), en hann mun hafa verið sonur
Guðmundar lögréttumanns Einarssonar, er var
einn þeirra, sem skrifuðu undir Áshildarmýrar-
samþykkt 1496 og hefir að líkindum einnig bú-
ið á Vatnsleysu. Jórunn var laungetin systir
Þuríðar stóru Einarsdóttur, er var fyrst fylgi-
kona Þórðar prests Einarssonar í Hítardal, svo
Sigmundar biskups Eyjólfssonar og síðast Odds
lögmanns Gottskálkssonar og átti börn við þeim
öllum. Hjónaband Teits og Jórunnar hefir varla
orðið lengra en á að gizka fimm ár (um 1554 —
1559), unz hann missti hana. Börn þeirra munu
hafa verið þessi þrjú:
1) Vernharður Teitsson, f. um 1555. Hinn 12.
nóv. 1605 vitnaði hann í Skálholti um reka stað-
arins fyrir Stokkseyrarlandi og segist hafa búið
19 ár á Stokkseyri. Eftir öllum líkum að dæma
hefir hann búið á Stokkseyri næst á undan
Bjarna lögréttumanni Sigurðssyni, þ. e. á ár-
unum 1581 — 1600. Ekki er kunnugt um kvon-
fang Vernharðs eða niðja.
2) Guðrún Teitsdóttir, f. um 1556. Hún gift-
ist 1578 Þorleifi Þórðarsyni, og bjuggu þau í
Auðsholti. Eru frá þeim komnar fjölmennar
ættir. Meðal afkomenda þeirra í beinan karl-
legg voru Freysteinn Rögnvaldsson á Sandlæk
og Þorsteinn Bjarnason á Efra-Apavatni, sem
báðir urðu mjög kynsælir.
3) Einar Teitsson, f. um 1558, bóndi á Iðu.
Hann fórst í bæjarbruna á Iðu 7. febr. 1636
ásamt Borghildi, dóttur sinni, meðan annað
heimafólk var við messu í Skálholti. Einar hefir
þá verið hátt á áttræðisaldri, enda segja annál-