Saga - 1957, Side 62
276
Skálholti. En hér kemur fleira til. Vitað er, að
bræðurnir Álfur og Gísli Gíslasynir áttu saman
jörðina Þórustaði í Hjallasókn. Þessi sameign
þeirra bendir til, að þeir hafi fengið jörðina að
erfðum. Hana seldu þeir 1629 Oddi biskupi Ein-
arssyni og staðfesta söluna fyrir eftirmanni
hans tveimur árum síðar, eins og áður var get-
ið. Þetta sýnir, að foreldrar þeirra eru dánir
fyrir 1629, hafa verið efnafólk og átt jörð (eða
jarðir) í Ölfusi. Getur þetta allt átt við síra
Gísla Teitsson, enda er hann talinn dáinn um
1620. En þar með er Gísli Álfsson lögréttumað-
ur að fullu úr sögunni í þessu sambandi. Tilgát-
an um, að hann væri faðir þeirra bræðra, sem
er þvert ofan í skýlausa ættfærslu síra Jóns í
Hítardal, mun ekki byggjast á neinu öðru en
Álfs-nafninu. En rétta skýringin á því mun
vera sú, sem bent er á hér að framan: Síra Gísli
Teitsson hefir verið kvæntur systur Gísla lög-
réttumanns Álfssonar.
Um Ólaf, son síra Gísla Teitssonar, er þess
að geta, að honum hefir oft verið blandað sam-
an við alnafna hans og samtímamann, Ólaf
Gíslason lögréttumann í Nesi í Selvogi, og gerð-
ur úr þeim einn og sami maður (sbr. t. d. nafna-
skrá við Sýslumannaævir, Bergsætt, formála,
bls. ix, ísl. æviskrár II, 78). Ólafur lögréttu-
maður í Nesi var bróðir Bárðar lögréttumanns
í Vatnsdal í Fljótshlíð. Hann fluttist burt úr
Árnessýslu árið 1663 og bjó síðan að Velli í
Hvolhrepp, að því er talið er. Hins vegar er það
Ólafur, sonur síra Gísla Teitssonar, sem kemur
við gerninga og dóma í Ölfusi á tímabilinu frá
3. maí 1662 til 24. maí 1669 (Bréfab. Brynjólfs
biskups). Bústaðar hans er hvergi getið, en af
j