Saga - 1957, Page 63
277
þessu má sjá, að hann hefir búið í ölfusi, eins
og raunar var líklegt. En vorið 1669,hygg eg,
að hann hafi haft ábúðaskipti við Ásgrím bónda
Guðmundsson í Votmúla í Flóa. Það vor fluttist
Ásgrímur frá Votmúla að Gljúfri í ölfusi, eins
og sjá má af bréfabókum Brynjólfs biskups, og
samtímis er ólafs Gíslasonar síðast getið þar
í sveit. Geta mætti þess auðvitað til, að hann
hefði dáið um þær mundir, en vissar líkur benda
til, að hann hafi einmitt búið síðast í Votmúla,
því að þar býr Sturlaugur sonur hans árið
1681. Annað, sem bendir sérstaklega til þess,
að Ólafur hafi flutzt austur í Flóa, er það, að
þar eru öll börn hans búsett árið 1703. Eg hygg
því, að hafa megi fyrir satt, að Ólafur, sonur
síra Gísla Teitssonar, hafi búið fyrr á Gljúfri
í Ölfusi, en síðar í Votmúla í Flóa og dáið þar
um eða litlu fyrir 1680.
Börn Ólafs Gíslasonar og Ingibjargar Páls-
dóttur, konu hans, eru hvergi talin í gömlum
ættfræðiritum, og var því ætt frá þeim lengi
ókunn. Dr. Hannes Þorsteinsson benti fyrstur
manna á fjögur börn þeirra og tekur það sér-
staklega fram, að það, sem þar sé sagt, sé rétt
(Sýsl. IV, 265). Eru það bræðurnir Sturlaugur
á Kotleysu og Álfur í Mundakoti og systurnar
Helga og Hallgerður. óhætt er að taka undir
það með dr. Hannesi, að þessi ættfærsla sé rétt.
En börnin hafa verið fleiri, því að meðal þeirra
eru vafalaust Sigríður, Margrét og Guðrún. Öll
þessi sjö Ólafs börn eru búsett í Stokkseyrar-
hreppi og Sandvíkurhreppi árið 1703 og eru
fædd á árunum 1644—1658. Skal hér að lokum
gerð nokkur grein fyrir þeim, með því að það
hefir eigi áður verið gert á einum stað, en um