Saga - 1957, Qupperneq 64
278
sum þeirra er nánara getið í riti mínu, Bólstaðir
og búendur í Stokkseyrarhreppi.
1) Sigríður Ólafsdóttir, f. 1644, var á lífi hjá
dóttur sinni í Hellukoti 1729. Hún var kona
Þorsteins Jónssonar á Grjótlæk og síðar í Vot-
múla. Þau áttu mörg börn. Meðal þeirra var
ólafur bóndi í Smjördölum, faðir Alexíusar
bónda þar og Guðrúnar, konu Þórðar Magnús-
sonar á Reykjum í Ölfusi. Sonur þeirra var
Magnús lögréttumaður á Núpum, sem margt
manna er frá komið. (Bólstaðir, 257.)
2) Sturlaugur Ólafsson, f. 1647, bóndi í Vot-
múla 1681, síðar á Kotleysu, kvæntur Kristínu
Einarsdóttur. Synir þeirra voru Bergur hrepp-
stjóri í Brattsholti, Guðmundur í Hreiðurborg
og Einar á Efri-Brúnavöllum, og eru ættir frá
þeim öllum. (Bólstaðir, 296.)
3) Margrét Ólafsdóttir, f. 1647, kona Ólafs
Þorlákssonar í Gerðum. Meðal barna þeirra var
Teitur bóndi á Efra-Seli. (Bólstaðir, 244.)
4) Álfur Ólafsson, f. 1649, bóndi í Mundakoti
á Eyrarbakka, kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur.
Börn þeirra voru Ólafur og Jón bændur á
Stokkseyri, Sturlaugur á Kalastöðum og Þór-
unn, kona Jóns Pálssonar ríka á Eyrarbakka.
Sonur þeirra var Einar hreppstjóri á Baugs-
stöðum. Eru ættir frá þeim systkinum öllum
nema eigi Ólafi, svo að vitað sé.
5) Guðrún Ólafsdóttir, f. 1651, kona Ásgríms
Arngrímssonar á Grjótlæk 1681, síðar í Vot-
múlakoti og Nýjabæ í Sandvíkurhreppi. (Ból-
staðir, 257.)
6) Helga Ólafsdóttir, f. 1652, var á lífi 1729
hjá Ólafi Álfssyni, bróðursyni sínum, á Stokks-
eyri. Hún átti fyrr Alexíus Bjarnason á Eyrar-