Saga - 1957, Síða 66
Líkamsvöxtur og lífsafkoma
*
Islendinga.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lík-
amshæðin er háð erfðaeiginleikum, sumir hafa
þegið háan en aðrir lágan vöxt að erfðum. En
því aðeins geta erfðaeiginleikarnir náð fullum
árangri, að öðrum skilyrðum fyrir hæðarvexti
sé fullnægt, svo sem nægjanlegum efnivið til að
byggj a upp líkamann. Hver þjóð geymir með
sér ákveðinn hundraðshluta hinna mismunandi
erfðaeinda (gen), og þetta hlutfall helzt óbreytt
frá kynslóð til kynslóðar, svo framarlega að
fólk með öðru hlutfalli milli erfðaeindanna
blandist ekki þjóðinni og að ekkert úrval hafi
átt sér stað. Hvað viðvíkur íslendingum, er
fyrra atriðinu ekki til að dreifa, en um það síð-
ara verður ekki sagt með öryggi, þó að allar
líkur mæli með því, að úrval, svo að teljandi sé,
hafi ekki átt sér stað á þeim erfðaeindum, er
viðkoma hæðarvexti íslendinga, eins og síðar
verður vikið að. Það má því telja sennilegt, að
líkamshæð þeirra endurspegli lífskjör þjóðar-
innar á hverjum tíma. Ég mun hér freista þess
að gera þessu efni nokkur skil, þó að enn séu
vel tímaákvarðaðir beinafundir of fáir til þess
að gefa meira en nokkurn veginn hugmynd um
líkamshæðina á helztu tímabilum sögu okkar.
Tafla I sýnir mestu hæð íslendinga á ýmsum