Saga - 1957, Side 78
292
„í Þingeyjarsýslu norðan Vöðluheiði féll fólk í hungri,
var fallið í einum hrepp yfir 50 á Hallvarðsmessu (15.
maí). Á Suðurnesjum var fiskileysi svo mikið, að eng-
inn þóttist slíkt muna né heyrt hafa; þó féll þar ekki
fólk, því af steinbíti og smáþyrsklingi reittist til matar“
(Annáll Páls Vídalíns). „Fiskileysi um all land“. „Eydd-
ust þá nærri sumir útkjálkar og harðindasveitir“ (Fitja-
annáll). „Matbrestur og harðlífi manna á millum“
(Hestsannáll). „Var harður vetur, með snjóum, frost-
um og áfreðum. Fisklaust við sjóinn víðast að mestu
um Suðurland og Vesturland. Harðindi til bjargræðis
fram úr máta“ (Grímsstaðaannáll).
Ár 1702: „Bjargræðisbrestur stór og sumstaðar
manndauði við sjósíðuna“ (Fitjaannáll). „Sultur og
harðindi meðal manna. Á Akranesi var mannfall af
förufólki" (Hestsannáll). „Var vetur í meðallagi, en
fiskiafli mjög lítill víðast, sérdeilis um Suðurlandið, en
sultur og dauðans harðindi meðal manna utan á Vest-
fjörðum. Á Akranesi varð mannfall af förufólki. Bráð-
kvatt fólk á Suðurnesjum, samanreiknað á sjó og landi
30 að tölu“ (Grímsstaðaannáll). „Var vetrarfar í betra
lagi, bæði upp á veðráttu og jarðir víðast um landið.
Sumar og vor mjög gott með góðviðrum og grasvöxtur
í meðallagi víðast og nýttist vel, en fiskirí í kringum
allt ísafjarðardjúp mjög lítið, svo sumstaðar í veiði-
stöðum fæddist fólk varla við sjósíðuna. En í Trékyllis-
vík, Önundarfirði og þar vestur frá og um Breiðafjörð
aflatekjur góðar af hákarli, flyðru og steinbíti, en
minna af þorski; svo og kom fiskur fyrir Norðurlandi,
svo þau stóru harðindi, er þar nokkur ár verið höfðu,
mýktust, svo fólk þar björg fékk og við réttist" (Eyrar-
annáll).
ViS lestur þessara lýsinga annálanna á næstu
sjö árunum fyrir manntaliS 1703 blandast víst
fáum hugur um, aS mikiS mannfall hafi orSiS
hér á landi á þessum árum. Hitt er svo annaS
mál, aS vandkvæSi eru á aS meta tölu dáinna.
Annálarnir geta ekki um neina heildaráætlun á
fjölda dáinna á þessum árum. Hins vegar segir
Þ. Thoroddsen um áriS 1702, aS þá og í harS-