Saga - 1957, Qupperneq 83
297
æri lítil áhrif á tölu búSa kringum Arnarstapa,
og er það í góðu samræmi við lýsingu annála
á mannfalli kringum Jökul í harðærunum. Næst
Snæfellsnessýslu að tölu býla, er fara í auðn
1696 — 1702, koma Þingeyjar-, Skagafjarðar-,
Húnavatns-, Gullbringu-, Árnes- og Rangár-
vallasýsla með frá 31 til 39 eyðibýla. Það, sem
lesa má úr Jarðabókinni um fjórar fyrstnefndu
sýslurnar, samrýmist því, sem annálarnir segja
um harðindin á Norðurlandi og Suðurnesjum,
en í tveim síðastnefndu sýslunum geta annálar
ekki sérstaklega um mannfelli nema að því leyti,
sem þeir geta hallæris um allt land. Hins vegar
hefði af lýsingum annálanna mátt búast við, að
fleiri býli hefðu lagzt í eyði á þessum árum í
Eyjafjarðar- og sérstaklega Strandasýslu en
ráðið verður af Jarðabókinni. Það er álit mitt,
að þar ráði mestu um, hve óljóst er sagt frá
byggingu jarða og sérstaklega búða 1 mörgum
hreppum þessara sýslna, þar á meðal Trékyllis-
víkurhreppi, sem annálum verður svo tíðrætt
um mannfelli í.
Til þess að fá gleggri samanburð á áhrifum
mannfellis á eyðingu bústaða hef ég tekið sam-
an í töflu IV þá hreppa, þar sem jarðaskoðunin
fór fram eftir bóluna 1707. Samanburðurinn
leiðir í ljós, að í harðindunum 1696 — 1702
leggjast 225 býli í eyði á móti 340 eftir bóluna
eða sem samsvarar 2 :3. Nú eru ekki til áreið-
anlegar tölur um, hve margir létust 1 bólunni,
en Hannes Finnsson (LLFR. XtV. b., bls. 183)
fer meðalveginn og telur, að 18000 hafi látizt í
henni. Margir álíta þá tölu of háa, en ef við
höldum okkur við lágmarkið og teljum 12000
látna, þá samsvarar það því, að 8000 hefðu lát-