Saga - 1957, Blaðsíða 92
306
var ekki fær um aS lifa í landinu. Hvort eitt-
hvað af blóði 'hans kunni að renna í æðum Eski-
móanna, má liggja á milli hluta, því að þeir eru
annar kynstofn með annarri menningu, er gat
lifað við grænlenzkar aðstæður, og eiga heið-
urinn af að hafa framfleytt lífinu þar. Það er
svo annað mál, hvort þessar 9 illa varðveittu
beinagrindur frá Herjólfsnesi gefi nokkurn
veginn rétta mynd af hæð íbúanna um aldamót-
in 1400. Um það atriði geta aðeins fleiri beina-
fundir frá síðustu tímum byggðar íslendinga
í Grænlandi veitt fullnægjandi svar. Meðalhæð
karla 164 sm kann að þykja nokkuð mikil til
þess að ætla, að íslenzki stofninn hafi þá verið
búinn að missa allan viðnámsþrótt, jafnvel þó
að hann sé hávaxinn, þegar haft er í huga, að
1840 var meðalhæð sænskra manna á herskyldu-
aldri 165 sm, en Svíar eru einnig hávaxnir. Þess-
ar tvær tölur eru þó ekki sambærilegar, því að
eins og þegar hefur verið tekið fram, þá er hæð-
in útreiknuð af beinum mesta hæð, en mæld hæð
manna á herskyldualdri er það ekki, og á það
sérstaklega við um fyrri tíma mælingar. Ástæð-
an fyrir því er sú, að fyrr á tímum, þegar lík-
amshæðin var minni en nú, voru menn jafn-
framt lengur að vaxa upp í mestu hæð en nú á
tímum. Það er því áreiðanlegt, að 165 sm er að
minnsta kosti 1—2 sm lægri en meðalhæð full-
vaxinna Svía árið 1840. Að öllu athuguðu og
með hliðsjón af hæð íslendinga á 18. öldinni
finnst mér iþað geta staðizt, að 164 sm meðal-
hæð karla sé raunverulegt hæðarlágmark ís-
lenzku þjóðarinnar.
Viðvíkjandi því, hvað meðalhæð Islendinga
geti orðið mest, er við það eitt að styðjast, að