Saga - 1957, Síða 93
307
hún hefur til þessa mest mælzt 176,8 sm, og lík-
legt, að hún komist upp í 178 sm, að því er
marka má af hæð manna á aldrinum 20 — 22 ára
árin 1952 — 54 (sjá töflu II). Athyglisvert er,
að 1920—23 eru 20 — 22 ára menn i/2 sm lægri
en 20 — 40 ára menn. Að VÍsu er þessi munur
naumast svo mikill, að tilviljun geti ekki valdið
honum, en hins vegar getur það ekki verið til-
viljun, að 1952 — 54 eru 20—22 ára menn 1,2
sm hærri en 20—40 ára menn. Eðlilegasta skýr-
ingin á þessu fyrirbæri er, að 1920—23 hafi
vöxtur manna verið hægari en 1952 — 54, svo
að þeir menn, er 1920 — 23 voru 20 — 22 ára, hafi
ekki verið búnir að taka út fullan vöxt, en trú-
legt, að jafnaldrar þeirra 1952 — 54 hafi verið
búnir að því. Hvort með 178 sm meðalhæð karla
sé búið að ná þeirri mestu líkamshæð íslend-
inga, er bættar ytri aðstæður geti áorkað, mun
varlegast að spá sem minnstu um, meðan grund-
völlurinn fyrir hæðarvexti manna er ekki traust-
ari en nú er, og mun ég halda mér við þá hæð,
þar til annað sannara reynist.
Svarið við spurningunni, hve miklum breyt-
ingum ytri áhrif geti valdið á meðalhæð þjóðar-
innar, verður þá, að allt bendi til, að breytingin
geti að minnsta kosti numið 14 sm. Þetta er
mikil breyting, þegar haft er í huga, að munur-
inn á meðalhæð dvergþjóða Afríku og hæstu
þjóða er um 40 sm.
Þessi niðurstaða hvetur til aukinnar varkárni
við að draga ályktanir af einum saman hæðar-
mun tveggja þjóða, jafnvel þó að hann sé allt
að 14 sm, sé ekki vitað gjörla um lífskjör þeirra,
en oft er sú vitneskja af skornum skammti, eink-
um ef um forsögulegar þjóðir er að ræða. Til