Saga - 1957, Page 99
313
jarðhúsin hafi geymt fjármuni, enda væri hægt
að færa fyrir því fornfræðileg rök.
í „Þrem annálabrotum“, sem rituð voru á 17.
öld eftir fornu handriti, stendur svofelld klausa
við árið 863: „Norðmenn herjuðu á Breagh, og
fóru þeir inn í mörg jarðhús (uamhannaibh
iomdhaibh), en það hafði ekki verið gert oft
áður.“ Orðið uamh eða uaimh merkir venjulega
„hellir“, „jarðhús“, „gröf“ eða því um líkt, en
frásögn annarra heimilda um sama atburð tek-
ur af öll tvímæli um, hvað hér sé átt við. Dla-
ztírsannálar segja við árið 862 (o: 863), að út-
lendingarnir hafi rannsakað f jögur nafngreind
jarðhús, og hafi það ekki verið gert áður. Tvö
þessara jarðhúsa voru Knowth (Cnodhba) og
Dowth (Dubadh), og hin tvö voru þar í nánd.
Öll þessi jarðhús eru skammt fyrir norðan Dyfl-
inni, og kemur þetta heim við ummæli hinna
þriggja annálabrota, að herjað hafi verið á
Breagh. Hér er ástæðulaust að rekja frásagnir
þessara annála né annarra írskra heimilda nán-
ar. Af þeim verður með fullri vissu ráðið, að
norrænir menn brutust inn í þessi jarðhús árið
863, og enn fremur, að það hafi þótt frásagnar-
verður atburður með írum. Fyrir þessum at-
höfnum norrænna manna stóðu þrír víkinga-
höfðingjar, Amhlaimh, Imhar og Auisle, en með
þeim var írskur fylkiskonungur, Lorcan mac
Cathail. Ári síðar var Lorcan blindaður í refs-
ingarskyni fyrir þátttöku í þessum hernaði.
III.
Eins og getið var um hér að framan, eru ís-
lenzkar heimildir oft óskýrar um írska atburði.
Ekki verður ráðið af frásögn Landnámu, hvar