Saga - 1957, Blaðsíða 100
314
Hjörleifur herjaði né með hverjum víkingahöfð-
ingjum. Og ekki er heldur víst um tímann. En
hitt virðist þó öruggt, að Landnáma hefur varð-
veitt forna og trausta arfsögn um hernað Hjör-
leifs á frlandi. Hjá því verður naumast komizt
að setja ummæli Landnámu um jarðhúsin í sam-
band við jarðhúsagöngur víkinga á írlandi árið
863. Tímatalsins vegna hefur Hjörleifur varla
getað tekið þátt í þeim leiðöngrum, sem þá er
getið um. En frásögn Landnámu ber vitni um,
að minningin um þessar athafnir víkinga á fr-
landi hefur þótt þess virði, að henni væri á loft
haldið með íslendingum. Ef til vill hafa afkom-
endur írskra manna hér á landi átt sinn þátt í
því, að jarðhúsarask Hjörleifs féll ekki í
gleymsku. Má í því sambandi minna á, að nokkr-
ar arfsagnir okkar frá 12. öld bera með sér
írskan uppruna.
Niðurstaðan af þessum athugasemdum er ef
til vill ekki mikils virði, og mörgum mun finn-
ast lítið til þeirra koma. En heimildagildi ís-
lenzkra arfsagna á 12. öld verður sjaldan kann-
að með hliðsjón af erlendum atburðum, og því
er sjálfsagt að rannsaka sem ýtarlegast þau
atriði, sem tengd verða erlendum frásögnum.
Og það hlýtur óneitanlega að styrkja traust-
leika Landnámufrásagnarinnar, að erlend sam-
tímaheimild hefur getið sams konar atburðar,
sem gerzt hafði á svipuðum tíma.
IV.
í Landnámu er önnur sögn af Hjörleifi, og
þykir rétt að fara um hana nokkrum orðum.
Texti Hauksbókar hljóðar svo: