Saga - 1957, Síða 103
317
sjóslænki og mjólka vel, en léttari og blárri er
sú mjólk. Mest taða í Höfða fyrir 6 kýr, minnst
fyrir 2% kú. Á Laufási og Látrum meðalkýr-
nyt 9 merkur. Smjör úr 20 mörkum 1% merk-
ur. I Hvalvatns- og Þorgeirsfjörðum viðlíkt.
Ær, sem mjólkaði í Fjörðum 3 merkur í mál,
mjólkaði árið eftir í Höfða eina mörk. Þar er
holdaland betra en mjólkurland. Tveir baggar
ætlast ánni í Laufási, 3 dto í Höfða, en 5 baggar
á Látrum og í Fjörðum. Sú ær mjólkar bezt í
Laufási, sem stendur á merg, en sú, sem feitust
er í Höfða, af heyjum. Þrír baggar af betra heyi
ætlast lambi í Höfða. Sjö sauðakindur fá karl-
mannskneppi vænt í mál. Meðalær gjörir hálf-
tunnu og 5 potta í Höfða á sumri.
Milord.1)
Hvað því ollað hafi, að mjólk var nóg á Is-
landi fyrst á þeirri 17. öld, þegar annars gengu
hin mestu harðindi, hungur etc. Qvæstio pro me
problematica antiphrasia et fere sine contra-
dictione non solvenda.2)
Að mjólk hafi verið nóg í landinu, þegar fólk
féll í hungri og hallæri, hveminn ka,nn þetta að
ske? Er ekki mjólkin einvaldsbústofn land-
Mannsins? Hvenær er hallæri, þegar nóg er
mjólkin etc.? Veit eg það líka, að þessarar aldar
börnum þykir ekki hart í ári, þegar nóg er
wjólkin, og því verður lactis aut hominum na-
') Utan máls er ritgerðin dags. 1792, d. 8<ia Januarii.
2) í mínum augum mótsagnafull spurning, og verður
henni vart úrlausn gerð án þess að mótmæla henni.