Saga - 1965, Blaðsíða 16
14
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Norrænir víkingar höfðu byggt frum út af Norður-
Atlantshafi á 9. öld. Nú hröktu enskir verzlunarduggarar
norræna sæfara af þessu forna yfirráðasvæði þeirra. Hið
enska tímabil í sögu Norður-Atlantshafs hefst rétt 1 þann
mund, er síðustu bókfærðu fregnirnar berast af hinni nor-
rænu þjóð handan Grænlandsjökuls.
Englendingar urðu nær einráðir um verzlun og sigling-
ar til fslands á öðrum tug 15. aldar. Þeir buðu miklu betri
verzlunarkjör en norsku Björgvinjarkaupmennirnir gátu
boðið, sem voru mjög háðir Hansakaupmönnum og jafn-
vel gerðir út af þeim. Verzlunarduggurnar lögðu upp í
hverri krummavík, þrautnýttu framleiðslugetu íslendinga
og rufu forna verzlunarskipan á íslandi. Það er ekki
fyrr en kemur fram á 7. tug 15. aldar, að Hansamenn,
einkum frá Hamborg, geta skorað Englendinga á hólm við
ísland, en þá höfðu miklir atburðir gerzt. Um svipað
leyti bætast Hollendingar í hóp íslandsfara. Þá lágu þjóð-
leiðir um Norður-Atlantshaf, og verzlunarduggararnir
sigldu til Norður-Ameríku, Nýfundnalands (Marklands?)
eins og víkingar forðum.
Englendingar hófu fslandsferðir um 1408, af því að þá
voru þeir færir í flestan sjó, framfarir höfðu orðið í sigl-
ingatækni, þá skorti markaði fyrir framleiðslu sína og við
ísland fundu þeir auðugri fiskimið en þeir áttu að venjast
við Bretlandseyjar. Um þær mundir eru fyrstu tvímöstr-
uðu skipin komin í notkun við Atlantshafsstrendur Ev-
rópu, og fokkan og latneska afturseglið bætist við segl-
búnaðinn.1) Kolumbus hefði e. t. v. komizt til Kúbu á
1) G. J. Marcus farast þannig orð um breytingarnar, sem verSa í
enskri siglingatækni um 1500:
„The 15th century witnessed a striking advance in English ship-
building. Appro úmately by the year 1400 ships — both large and small
— were being built which, not many years afterwards, were to make
the long passage to Iceland. Many technical terms familiar to us
to-day were coming into use. “Poops”, “forecastles”, “hatches”,
"devits”, „bowsprits”, “yards”, “shrouds”, “stays”, “backstays”, “swi-
veic’” and “slings” are among the terms to be found in early 15th