Saga - 1965, Blaðsíða 95
OR FRELSISSÖGU SVISS
93
VI. „Prestabréfið“ 1370.
Allar aldir frá dögum skrýðingardeilunnar fyrir 1100
voru Svisslendingar daufheyrðir við hverri páfakröfu, sem
þeim þótti umfram þarfir, og sérlega, ef keisurum var
einnig illa við kröfuna. Á 13.—14. öld var slíkur hugsun-
arháttur í borgum ítalíu kenndur við ghibellína, sem voru
aðalsmenn á bandi keisaranna. Lýðræðishugmyndir borg-
anna þróuðust hins vegar fremur með andstæðingum aðals-
mannanna, guelfum, en þar réðu iðngildi og kaupmanna-
gildi mestu, og sóttust guelfar oftast eftir vinfengi við
páfa, en voru auk þess mjög undir frönskum áhrifum,
þegar kom fram á 14. öldina. Milli Sviss og Frakklands-
áhrifa stóðu ágengir Búrgundahertogar, unz lönd þeirra
hertoga skiptust fyrir 1500 milli Habsborgara og Frakka-
konungs.
Eitt dæmið um guelfahugsunarhátt í Sviss á þeirri öld
má finna hjá sonum Konráðs riddara Bruns í Ziirich, er
einn þeirra var prófastur þar. 1 deilu, sem varðaði ágengni
klerklegs dómsvalds, báru borgarar staðarins þá bræður
ofurliði og gerðu þá útlæga fyrir óspektir, framdar með
páfavald að skálkaskjóli. Við það var eigi látið sitja. Sama
ár, haustið 1370, gerðu allar bandalagskantónur samtök
um að kenna klerkum landsins að haga sér. Sáttmálsbréfið
hefur jafnan gengið undir heitinu Pfaffenbrief (Pfaffe =
prestur). Að sjálfsögðu er þar fyllstu kurteisi gætt, nokk-
ur ákvæði staðfest, sem varða önnur efni en klerkleg, og
sótzt eftir að orða ákvæði þannig, að leikum og lærðum sé
gerður einn og sami þjóðfélagsréttur. En einmitt slíkt
jafnræði, þó ekki væri annað, fól í sér ögrun gegn klerk-
legu dómsvaldi aldarinnar.
1 upphafi er þess krafizt í bréfinu af lærðum sem leik-
Um, aðli jafnt og ótignu fólki að efna hvert sitt heit, sem
þeir kunni að hafa veitt Austurríkishertogum um aðstoð
eða ráð við þá, einungis að því marki, sem aðstoðin sé
skaðlaus borgum og byggðum í Sviss. Þetta skulu allir