Saga - 1965, Blaðsíða 101
OR FRELSISSÖGU SVISS
99
var á millum krúnunnar í Noregi, kirkjunnar, klerkanna,
um öll þau mál þá var á sætzt, tilgreind ok sundrskilin,
hvað fyrir hvorum skyldi sækjast ok dæmast, kongsvaldi
ok kirkjunnar, ok hér greinir, sem öllum er kunnigt að
gjörðist á millum andligra hluta ok ríkisins ráðs í Túns-
bergi. . .
... hafa ok halda fastliga alla þá hluti, sem oss hafa verið
játaðir af kongdóminum ok láta þær (hdr. svo) hvergi
dragast, hvort sem biskupar eða prestar leggja á oss bann
eða forboð, hafa það að engu, nema opinber bannsverk
falli á nokkurn, þá styrkjum hann og eggjum til yfirbótar
við guð. En ef leikmenn styðja ok styrkja presta til á-
gangs upp á þegnana, þá skulu þeir ok allt þeirra undirfólk
engan rétt taka ok sekir þrettán mörkum ok átta örtugum
við hvert það fylgi ok styrk, sem þeir veita þeim. En allt
það fólk, sem prestunum ok biskupunum þjóna ok búa á
þeirra jörðum, þá greiði sína landskyld, en þjóni þeim ekki
með styrk á móti kongsins valdsmönnum, utan þeir gangi
frá þeim, þá þeir heyra þessa vora samþykkt, utan þeir
gjaldi sem fyrr segir, utan minn herra kongrinn vili meiri
stríðu á leggja. Svo ok þeir menn, sem hlaupa undir vald
biskupa ok presta eða annara lærðra manna ok selja þeim
þær jarðir eða leigja að þeim, er áhrærðar eru ok brigð
eru á borin eftir landslögum ok menn sýna skjal fyrir,
haldist að engu, en hinir rétt sóttir eftir landslögum, sem
á búa eða í burt selja .. .*)
1) I þeim setningum, sem Saga hleypur nú yfir i A-texta, getur um
smserri tilfelli árekstra af svipuðum orsökum, en B-textinn hefur um
slikt miklu lengra mál og fleiri dœmi, sem ætla má, að einnig hafi
tilheyrt hinni fullgerðu skrá 1513. Meðal hins athyglisverða er þar
krafa góðbændanna um óskert gamalt frelsi til að mega hafa frillur
að vinnukonum: „Verður og svo, að vinnukonur vorar verði impreg-
natæ, sem er með barni, — og þó bændur bjóði sektina svo mikla
sem prófastar icveða á, þá er enginn kostr annar en sá að láta laus
'dónin, hversu langa máldaga sem bændur hafa gjört við hjónin,
eðr vera í banni." — Svisslendingar nútíðar fortaka fyrir það, að
slikt kvörtunaratriði hefði getað komizt á bókfell hjá sér, en meina
það gæti heldur hugsazt i Austurriki.