Saga - 1965, Blaðsíða 91
OR FRELSISSÖGU SVISS
89
ist við Búrgundaaðal til að verjast Kyburggreifum og
Habsborgurum). Meðan borgarráð voru fámenn, sáu þau
sér engan hag, í víggirtri borg sinni, að semja um eitt né
neitt við eiðbræður í Swits. En fjölgun í borgarráðum
varð ekki umflúin, er tímar liðu, þannig fjölgaði í 50 í
Bern og síðar í 200 manns; miðstétt komst til áhrifa; sam-
einingarstefnu óx fylgi. Óvild milli Ziirich og ýmissa, sem
í höggi áttu við Austurríkismenn, gerði Zurich stundum
hjálplega og samningslipra við Habsborgara, og vann
Konráð Brun að því fastlega á köflum fyrir 1351 og einn-
ig síðar. En það, að hann lét Zúrich ganga 1351 í Eid-
genossenschaft, var bæði að almúgans vilja og til að
tryggja, að Brun yrði ekki steypt úr völdum. Hafi Bern
stælt siði samtímans í borgum velskra þjóða, var órói í
Zúrich líkari Flórenz 13. aldar, og hvað sem var gat
gerzt. „Eilíft bræðralag“ við nálæg dalahéruð var tilraun
að fá sér trausta kjalfestu nokkra hríð. Eftir fá ár lenti
Zúrich í styrjöld við bræðralagsborgir, en ekki lengi, og
eftir það varð samheldnisviljinn meiri.
Hér er ekki rúm til að greina allar afleiðingar þess,
þegar borgir tóku (eftir inngöngu Bernar 1353 og sættir
nýnefnds Zúrichstríðs) við forystu hernaðar- og viðskipta-
pólitíkur, en sveitahéruð gerðust óánægð öldum saman yfir
því að ráða of litlu. Við það sat.
Nú hefur verið stiklað á flestum kringumstæðum, sem
mest þarf að skýra, þegar sáttmálarnir 1291 og 1316 voru
skjalfestir. Hinn síðarnefndi hefur mikilvægar viðbætur
umfram 1291. Viðbætur í sáttmálum gerðum 1332—53 og
enn yngri inngöngusáttmálum fela ekki miklar eðlisbreyt-
ingar í sér, og enn síður var brottfellt efni, sem tekið
hafði verið með 1316.
Sáttmáli tók eigi róttækum breytingum, þeirra þurfti
eigi; skal því nægja við birting hans í V. þætti að prenta
hann í heild frá 1291, en næst þar á eftir sumar viðbætur
ársins 1316 eftir Morgartensigur, neðanmáls er frum-
texti þeirra, en hann var á máli landsmanna. í viðbótunum