Saga - 1965, Blaðsíða 59
ÍSLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 57
sé talið öruggt, „að höfða fyrrgreinds lands (þ. e. Ný-
fundnalands, sem Cabot sigldi til 1497) hafi menn frá
Bristol fundið og uppgötvað ‘en otros tiempos’ en þeir
fundu Brazil, eins og yðar tign er fullkunnugt. Það var
nefnt Brazil-eyja, og það er álitið og því er trúað, að það
sé meginlandið, sem mennirnir frá Bristol fundu“. —
Menn hafa deilt um merkingu orðanna ‘en otros tiempos’,
en í þeim felst tímasetning á siglingum Englendinga til
norðurameríska meginlandsins. Williamson bendir á, að
skjalið hafi að geyma spænska þýðingu á ensku bréfi (30)
og ensk hugtök liggi til grundvallar orðasambandinu hér
á undan. Meiri hluti þeirra spænsku lærdómsmanna, sem
Vigneras leitaði til, töldu sennilegt, að orðasambandið
merkti ‘a long time ago’, og Romero (sbr. bls. 2) full-
yrti hiklaust, að orðin merktu ‘í gamla daga’ á íslenzku.
Williamson þýðir þennan stað í skjalinu með orðunum: ‘in
the past’ og telur, að hugtakið, sem hér liggur til grund-
vallar sé ,áður‘ (formerly). Ef svo væri þykir ekki mikið
á þessu tímamarki að græða.
Þeir J. A. Williamson og D. B. Quinn1) telja, að heim-
ildin um siglingu Thloyd’s sanni, að þá hafi Bristol-
menn ekki verið búnir að finna eyjuna Brazil, þ. e. megin-
land Norður-Ameríku. Þess vegna er þeim dálítið kapps-
mál, að orðin ‘en otros tiempos’ merki ,fyrir nokkru' eða
ekki löngu liðinn tíma. Sú skoðun, að Englendingar hafi
fyrst komizt til ameríska meginlandsins á 9. eða 10. tug
15. aldar, hefur einnig verið studd við vafasama skýr-
ingu á klausu í bréfi, sem spænski ambassadorinn í Lund-
únum, Petro de Ayala, skrifar konungi og drottningu
Spánar um ferðir Cabots 1498. í venjulegri þýðingu er
klausan á þessa leið:
„Síðastliðin 7 ár hafa menn frá Bristol gert út tvö, þrjú,
I) D. B. Quinn: ‘The Argument for the English Discovery of
America between 1480 and 1494’, Geographical Journal, September
1961.