Saga - 1965, Blaðsíða 123
MINNISGREINAR UM PAPA
121
tvær myndir koma hliðstætt fyrir í einu riti), en pobba
er hins vegar notað í merkingunni „faðir, herra“. Að
vísu er stafsetningin á reiki um síðara orðið, en hins vegar
er óþarfi að flækja málið með því að stafsetja írska mynd
orðsins Papi á þá lund sem Einar Ólafur gerir.
Þótt undarlegt megi virðast tilfærir Einar Ólafur
engan stað í írskum heimildum, þar sem Papar eru
nefndir. Þetta þykir mér mikil vöntun, og skal hér laus-
lega drepið á eina slíka heimild.
Irska ritið Félire Oengusso, sem mun vera ritað um
800, eða tveim mannsöldrum fyrir Islands byggð, getur
um Papa einn, sem átti heima úti í eyjum fyrir vestur-
strönd írlands. Papi þessi virðist vera fyrsti Papinn,
sem getið er í heimildum. Naumast er það tilviljunin ein-
ber, að maður þessi velur sér stað úti á eyju; síðari
Papar settust margir hverjir að í eyjum, og eru sumar
þeirra heldur smáar, til að mynda flestar þær, sem bera
heitir Papey.
Papi sá, er Félire Oengusso minnist á, hét Nem og var
bróðir Kjarans hins helga frá Haighir. Af Kjarani þess-
um er til saga í tveim gerðum, en mjög er óvíst um, hvenær
hann var uppi. Annars staðar í helgra manna sögum er
getið um Papa, sem hét Faelchú, og hefur þess verið
getið til, að þar sé um sama mann að ræða og Nem. 1 sögu
af heilögum Brendani er talað um Pupa, sem virðist hafa
utt heima á Aran-eyju, þegar Brendan kemur þangað. Má
vel vera, að hér sé samband á milli.
í ritgerð sinni tilfærir Einar Ól. Sveinsson ýmsa staði
í írskum heimildum, sem gætu komið Papa-fræðum við,
en sá galli er þó á þessu, að val Einars virðist vera nokkuð
aí handahófi. Hér vantar skipulega rannsókn á írskum
°g brezkum heimildum, en það yrði geysimikið verk, ef
Vel yrði unnið. Og áður en hægt sé að fjalla vel um Papa,
er einnig nauðsynlegt að ræða til hlítar þróun írskrar
kristni á öldunum fyrir víkingaöld, kristniboðið írska í
Suðureyjum og Skotlandi og önnur skyld vandamál.