Saga - 1965, Blaðsíða 69
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
67
stjórinn, en portúgalski aðalsmaðurinn Joan Vaz Corte
Real, faðir Gaspars Corte Reals, sem gerði út leiðangur
til Grænlands árið 1500, á að hafa verið með í för. Við
vitum það eitt með vissu um leiðangur þennan, að hann
varð ekki undanfari langærra Grænlandsferða af Norður-
löndum. Sextándu aldar heimildir greina að vísu, að Dið-
rik Pining hafi verzlað við Grænlendinga og setzt að hjá
þeim sem sjóræningi, en fallið að lokum fyrir Englending-
um. (Gebauer: Geschichte der Hildesheimer D. Pining
o. s. frv).
Það verður að teljast eðlilegt, að Englendingar tækju
að leita nýrra fiskimiða og griðlanda á hafinu, þegar tók
að þrengja að þeim við Island á 8. tug 15. aldar. Það er
engin tilviljun í sjálfu sér, að fyrstu heimildirnar um
slíka leiðangra eru frá 1480. Þegar Cabot kom úr leið-
angri sínum frá Nýfundnalandi 1497, fluttu Englending-
ar, sem með honum voru, þá fregn til Bristol, að nú þarfn-
aðist enska konungsríkið Islands ekki framar, því að sjór-
inn við landið í vestri moraði af fiski; það væri hægt að
ausa honum upp í fötum.1) Það er dálítill fögnuður fólg-
inn í þessari yfirlýsingu. Hún gefur í skyn, að það hafi
verið á dagskrá í Bristol að hætta íslandsferðum. Þær
höfðu kostað ófrið og stjórnmálaþras, en voru minni þátt-
ur í atvinnulífi borgarinnar en fiskveiðibæjanna á austur-
strönd landsins eins og Lynn, Yarmouth o. fl. Þar var af-
koma manna mjög háð útgerðinni á Islandsmið, en Bristol-
menn vissu manna bezt, að víðar var gull en í Görðum.
Þeir áttu lítilla hagsmuna að gæta handan Norðursjávar
°g við Eystrasalt; aðalverzlunar- og hagsmunasvæði þeirra
voru á Irlandi og handan Biskayflóa. Við Irland öfluðu
1) „They assert that the sea there is swarming with fish, which can
be taken not only with the net, but in baskets let down with a stone,
so that it sinks in the water.--------These same English, his com-
Panions, say that they could bring so many fish that this kingdom
Would have no further need of Iceland, from which place there comes
a very great quantity of the fish called stockfish." — Bréf R. R. de
Soncino’s til hertogans af Mílanó, 18/12 1497; Williamson, 1961, 210.