Saga - 1965, Blaðsíða 38
36
BJÖRN ÞORSTEINSSON
haustið 1408 hét Þorsteinn Ólafsson. Hann fór síðar með
hirðstjóravöld á Islandi og var lögmaður sunnan og aust-
an og bjó að ökrum í Skagafirði, nágrenni Hólastóls. Jón
biskup Vilhjálmsson hefur verið vel kunnugur höfðingj-
unum og Grænlandsförunum Þorsteini Ólafssyni og Sig-
ríði Björnsdóttur, eins og bréfabók hans vottar.1)
Um 1430 eru Englendingar ekki einungis sumargestir
á hverri krummavík við strendur íslands, heldur hafa þeir
einnig rutt sér til rúms innan íslenzkrar höfðingjastéttar
og f jalla um málefni landsins á alþingi og öðrum höfðingja-
ráðstefnum. Þá höfðu íslenzkir menn af ýmsum stigum
einnig setzt að á Englandi og gengið í þjónustu Englend-
inga. Um þær mundir hlýtur fjölda Englendinga að hafa
verið fullkunnugt um alla landaþekkingu Islendinga.
Kæruskjaliö frá 1431.
Haustið 1430 gefur Hinrik VI út erindisbréf handa
tveimur erindrekum sínum, en þá sendir hann til samn-
inga við Danakonung, einkum um siglingar til Islands.2)
Þegar til Danmerkur kom, lét Eiríkur konungur leggja
fyrir þá mikið kæruskjal. Þar segir, að samkvæmt ómót-
mælanlegri, fornri hefð og hyllingareiði Eiríks konungs
megi hvorki Englendingar né aðrir útlendingar að við-
lögðum missi lífs og eigna sigla til verzlunar til norskra
skattlanda og eyja, sem eru Island, Grænland, Færeyjar,
Hjaltland og Orkneyjar, né til annarra eyja norska ríkis-
ins, en aðeins til Björgvinjar. Þetta bann hafa Englend-
ingar þráfaldlega brotið, segir í ágripi af skjalinu, en
frumritið er glatað. Þá er tilgreint það tjón, sem þegnar
konungs telja sig hafa orðið fyrir á Hálogalandi, íslandi,
Hjaltlandi og Orkneyjum, en þeir tíunda engin skemmd-
arverk unnin af Englendingum á Færeyjum og Græn-
landi, en þau hefðu ekki verið dregin undan, ef ákærend-
1) D. I. IV, nr. 501.
2) French RoUs, 9. H. VI, bl. 11; D. N. XX, nr. 782.