Saga - 1965, Blaðsíða 52
50
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Skarði hjá hirðstjóranum á Islandi. Þar á hann að hafa
setið á vetrum, en höfðingjarnir þar héldu skáld og
skemmtanamenn. Þar hefur hinn víðföruli og menntaði
erindreki konungs kynnzt sagnafróðleik Islendinga. Hann
er tengiliður milli íslenzka höfðingjasetursins og dönsku
hirðarinnar, en Kristján I stóð í beinu stjórnmálasambandi
við Alphonso V konung af Portúgal.
Marcellus setti umboðsmenn fyrir sig á Skálholtsstól.
Einn þeirra var Andrés Garðabiskup (þ. e. Grænlendinga-
biskup), en Marcellus hefur eflaust veitt honum biskups-
tignina; hann taldi sig um skeið vera postuleraðan erki-
biskup í Niðarósi. Andrés situr að Skálholti um 1460, nýt-
ur sérstaks stuðnings höfðingjanna á Skarði á Skarðs-
strönd og hefur eflaust átt allmikil skipti við enska kaup-
menn, því að biskupsstóllinn þurfti mikils með og fékk
miklar tekjur greiddar í fiski. Sæförum, sem sigldu til Is-
lands að staðaldri, hefur verið kunnugt um önnur eins tíð-
indi og þau, að Garðabiskup væri setztur á Skálholtsstól.
(D. I. V., nr. 199, 201, 225, 227, 322, 555).
Árið 1448 stjórnar danskur aðalsmaður, Vallarte, portú-
gölskum leiðangri til Senegambia suður af Cape Verde í
Afríku. Um 10 árum síðar getur annar, Laaland, sér orðs-
tír í þjónustu Portúgala í Afríku, en Kristján I gerði út
landleitarleiðangur norður í höf að tilstuðlan konungsins
af Portúgal; leiðangursstjórar voru Þjóðverjarnir Hans
Pothorst og Diedrich Pining, höfuðsmaður á Islandi. Um
1474 koma þeir Joáo Vaz Cortereal og Alvaro Martins
Homem til Portúgal frá ’Terra do Bacalhao’ eða Skreiðar-
landinu. en þangað höfðu þeir farið að boði konungs til
þess að kanna landið.1 2) Hér er sennilega um einn og sama
leiðangur að ræða, og hefur hann verið gerður út um 1470.
í 16. aldar heimild segir, að Pining og Pothorst hafi búið
1) KvœOasafn, 167—180; E. Arup: Danmarks Historie II, 241; S
Larsen: The Discovery of North America; Safn til s. Isl. II, 717.
2) S. Larsen: The Discovery of North America.