Saga - 1965, Blaðsíða 61
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
59
noltkrar eyjar eða meginland, sem hann hefur verið full-
vissaður um, að menn nokkrir, sem lögðu upp frá Bristol í
leit að þeim á síðasta ári, hafi fundið. Ég hef séð landa-
bréfið, sem finnandinn hefur gert, en hann er frá Genúa
eins og Kólumbus og hefur verið í Sevilla og Lissabon og
reynt að fá menn til þess að hjálpa sér við þessa land-
könnun. Síðastliðin 7 ár hafa menn í Bristol gert út árlega
tvær, þrjár, fjórar karavellur til þess að leita eyjarinnar
Brazil og Borganna sjö eftir hugmyndum þessa Genúa-
manns (þ. e. að því er hann telur). Konungur ákvað að
senda þangað, því að síðasta ár voru honum fluttar örugg-
ar sannanir þess, að þeir hefðu fundið land.“
Þegar de Ayala segir, að Bristolmenn hafi leitað landa
síðastliðin 7 ár, þá er ekki öruggt, hvort hann miðar við
ritunartíma bréfsins eða ferð Cabots árið áður, en það
skiptir ekki miklu máli, af því að bæði tímatakmörkin
1490 og 1491 færa vesturferðir Englendinga aftur fyrir
fyrstu landfundaför Kólumbusar. Spánverjar höfðu helg-
að sér öll lönd handan úthafsins, þegar hér var komið, enda
segist ambassadorinn síðar í bréfinu hafa komizt að raun
um, að „það, sem þeir fundu eða eru að leita eftir, er í eigu
Yðar Hátigna, því að það er við höfðann, sem féll í hlut
Yðar Hátigna með samningnum við Portúgal". — Hann
kveðst hafa sagt Englands konungi, að hann tryði því, að
Spánverjar hefðu fundið umræddar eyjar, „og þó að ég
viðurkenndi aðalrök hans, þá hafnaði hann því algjörlega“.
Réttur brautryðjandans hefur jafnan verið nokkur, og
það er rétturinn til nýfundnu landanna, sem Cabot og Eng-
lendingar eru að tryggja sér, þegar þeir um 1498 teygja
landkönnunarferðir sínar aftur fyrir 1492.
De Ayala fullvissar Ferdinand og Isabellu um, að Eng-
iendingar hafi fundið lönd 1497, og þessi lönd liggja inn-
an þeirra marka, sem Spánverjum voru helguð 1494. Land-
könnuðurinn er Genúabúi eins og Kólumbus, og hann held-
ur því fram, að Englendingar hafi stundað landkönnun-
arferðir vestur um haf frá því um 1490. Það telur ambassa-