Saga - 1965, Blaðsíða 126
124
EINAR BJARNASON
og Björn á Skarðsá hefir, eftir einhverjum óljósum sögn-
um, ritað.....“ Eldri heimildir eru ekki ósamhljóða um
faðemi Brands. Hin elzta, sem mér er kunn, er annáll
Björns lögréttumanns á Skarðsá Jónssonar, frá fyrra
hluta 17. aldar, og felst hún í sögu, sem Björn segir af
Brandi og hér skal endurtekin, af því að hún er ástæðan
fyrir því, að upplýsing kemur þar fram um ætterni
Brands: „Svo er mælt, að þá Brandur lögmaður Jónsson
bjó að Hofi á Höfðaströnd, að nágranni hans nokkur var
ryktaður mjög um illmæli eitt, og var þar í grennd sá
maður, er ryktið hafði af kviknað. Þessi maður, er fyrir
varð, hafði nokkrum sinnum fundið Brand lögmann hér
um (hann var haldinn heilráður maður og mjög vitur á
lögmál), en lögmaður hafði frá sér slegið um þeirra mál
að gera, hafði og ekki sýsluumdæmi í Skagafirði í þann
tíma. Manni þessum þótti mikið hann fengi engin ráð
eður tilhlutan af lögmanninum og fór eitt kvöld til Hofs
í húmi og beið við kirkju þar, því hann vissi, að Brandur
mundi til kirkju ganga til bænahalds, sem hann átti vana
til, og þá mundi hann í þeim þönkum vera að leggja sér
heil ráð. Brandur gekk til kirkju, en maður þessi var beint
á hans leið, svo hann náði ekki greiðlega kirkjunni, eftir
því sem hann vildi, og spurði maðurinn, hvað hann skyldi
til gera við þann mann, er slíkt vont rykti um sig hefði upp
komið. Var þá Brandi lögmanni óþægð að tálman kirkju-
göngunnar og hafði ekki annað hugfast að ræða en lesa
bænir sínar, en mælti þó: „Hvað viltu til gera? Skerðu úr
honum tunguna.“ Þegar hann hafði þetta mælt, gekk
maðurinn í brott, en Brandur til kirkju. Maðurinn hélt
þetta heillaráð vera, fékk sér aðstoð, fór til óvinar síns,
tók hann og skar burt hans tungu. Þetta þótti Brandi
lögmanni fádæma mikið, að svo hefði til tekizt, og var
svo riðið til Alþingis og þar málið fram haft. Vildu margir
gera Brand lögmann sýknsaka fyrir þetta, en Brandur
vildi það ekki, og sagði af sér með öllu lögmannsdæmið,
þar svo hefði til fallið. En allir höfðingjar vildu þó Brand-