Saga - 1965, Blaðsíða 63
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 61
uðu ekkert nýlenduveldi handan hafsins og urðu hvorki
Spánverjum né Portúgölum þar hættulegir keppinautar
um skeið. Ríkisstjórnir þeirra feðga Hinriks VII og Hin-
riks VIII urðu að fara með löndum í utanríkismálum og
gátu ekki lagt út í nein ævintýr gegn flotaveldunum í
suðri. Portúgalar helguðu sér um skeið landfundi Eng-
lendinga í Vesturheimi, og Englendingar urðu að þola
það, eins og sakir stóðu. Heimildirnar um landkönnun
þeirra þar á 15. öld urðu að gildislitlum fróðleik, sem glat-
aðist og gleymdist, þegar stundir liðu.
Frásögn Ayala af siglingum Bristolmanna í leit að
Brazil sannar aðeins, að þeir sigla nokkrum skipum ár-
lega vestur í haf um 1490, en þar með er ekki sagt, að
þeir hafi ekki haldið á þau mið alllöngu áður. Um þær
mundir er þeim kunnugt um austurströnd Kanada sam-
kvæmt bréfi John Day’s, hafa siglt þangað einu sinni eða
oftar.
Var sá atburður árangur af landaleit, sem Bristolmenn
hófu um 1480?
Fundu þeir löndin handan hafsins ,1 gamla daga', þ. e.
fyrir 1480, glötuðu þeim og fundu þau ekki aftur þrátt
fyrir fífldjarfar tilraunir fyrr en undir lok aldarinnar?
Fundu þeir lönd ,í gamla daga', en skeyttu engu um
þann fund, fyrr en John Cabot kom til skjalanna og full-
yrti, að þau lægju á leiðinni að auðæfum Austurlanda?
Svörin við þessum spurningum gefa vísbendingu um
það, hvenær Englendingar hafa fyrst litið meginland
Ameríku rísa úr hafi.
Englendingar fundu engin lönd 1480. Hins vegar segir
ekkert um það, hvernig ,landaleitarleiðangurinn‘ tókst
1481. Ef þeir hafa komizt á Nýfundnalandssvæðið þá eða
á áratugnum fyrir vesturför Kólumbusar 1492, eins og
Quinn og Williamson álíta, þá ættu Brazil-leitarskipin,
sem Ayala talar um, að vera Nýfundnalandsför.1)
1) They were sending numerous ships westward in the 1490’s, which
^rgues that they had found the land. However, we have not the date,