Saga - 1965, Blaðsíða 107
ÚR FRELSISSÖGU SVISS
105
ok griðrofa, ómöguligar áreiðir, ok nógligra fjárupptekta
ok manna, sem nú gjört hefr verið um tíma í fyrrgreindri
sýslu Árnesi, ok hér fyrir lögðum vér, greindir Árnes-
ingar, almenniliga samkvómu á Áshildarmýri á Skeiðum,
eftir gömlum landsins vana; því viljum vér með engu móti
þessar óvenjur lengur þola, hafa né undirganga.
Item samtókum vér að hafa engan lénsmann utan ís-
lenzkan yfir greindu takmarki Árnesi olc ríða ei fjölmenn-
ari en við fimmta mann. Því viljum vér gjarna styrkja
hann með lög ok rétt kongdómsins vegna, þann sem það
má með lögum hafa ok landsins rétti vill fylgja. En ef
sýslumaðr hefr greinda sýslu Árnes, þá ríði ekki fjöl-
mennari en við tíunda mann, sem bók vottar. Item sam-
tókum vér, að enginn maðr í sögðu takmarki taki sér hús-
bónda utan sveitar, þó þeir búi á annarra manna jörðum.
Item ef nokkur uppsteytur byrjast í vorri sveit Ámesi
af utansveitarmönnum (með) nokkurn órétt, hvort sem
gjört er við ungum eðr gömlum, ríkum eðr fátækum, þá
skulu allir skyldir eftir að fara, (þeim) er vanhlut gerðu,
ok eigi fyrri við hann skiljast en sá hefr fulla sæmd, sem
fyrir vanvirðingu varð. Kann svo til að bera, að hefndin
verði meiri í eftirförinni en tilverknaðurinn, þá skulu allir
skattbændur jafnmiklu bítala. En þeir, sem minna eiga,
Qjaldi sem hreppstjórar gera ráð fyrir.“
Þetta mætti kalla samtök gegn ófriði. Heitorð konungs
að láta landsmenn ná friði og íslenzkum lögum leggur Ár-
nesingaskrá til grundvallar, — „friði ok íslenzkum lögum
eftir því, sem lögbók vottar ok hann hefr boðit í sínum
bréfum sem Guð gefr honum framast vit til.“
Afdrifaríkar sjálfstæðisathafnir í Sviss um 1500 og
varfærnar landsréttindavarnir fslendinga á sama manns-
aldri eru harla misstór verkefni þrátt fyrir eðlisskyld-
leikann. Fall Lénharðs fógeta 1502 og síðar erlendra um-
boðsmanna eins og Týla hirðstjóra Péturssonar og Diðriks
von Minden voru að sjálfsögðu rökrétt atburðakeðja í
íramhaldi af Árnesingaskrá og gera þannig hvorki að