Saga - 1965, Blaðsíða 55
ÍSLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
53
því, að þau hafi ekki verið gerð út til verzlunar, ,heldur
til þess að leita ákveðins eylands, sem nefnist Brazil-
eyja' (Williamson: C. V. 23, 189), og sú undanfærsla er
tekin gild.1)
Að þessu sinni fara engar sögur af því, hvernig ferðin
tókst. Mál hefði þó varla verið höfðað gegn Th. Croft,
ef skipin hefðu ekki komið aftur og verið með einhvern
afla. Á það má benda, að mál er höfðað gegn manni í
Porpera í Cornwall 1452 fyrir að gera út skip í heimilda-
leysi til íslands, en það ferst á heimleiðinni, og ákærða eru
gefnar upp sakir (Cal. P. R., Lond. 1910, 528; D. I. XVI,
nr. 155). Til eru allmiklar heimildir um lögsóknir á hend-
ur enskum Islandsförum fyrir tollsvik og ólöglegar sigling-
ar, en þau mál eru venjulega höfðuð, þegar skipin koma
til hafnar á Englandi, þótt stundum séu kaupmenn staðnir
að verkum, áður en þau leggja í langferðina (sjá D. I. XVI
b.). Að þessu sinni hafa bæði skipin sennilega verið komin
til hafnar í Bristol, þegar málsóknin hófst, og síðar kemur
Trinity fram í tollaskýrslum borgarinnar. Saltfarmur skip-
anna, þótt ekki sé hann mikill, bendir til þess, að þeim
hafi verið ætlað að veiða fisk. Árið 1526 gerir Hinrik VIII
samning við íslandsfara um skattgreiðslu af fiskveiðum
þeirra. Þar er gert ráð fyrir, að smæstu skipin séu með
10 ‘wey’ af salti eða minna (L. P. F. D. IV, nr. 2220; —
D. I. XVI, nr. 275). Nú jafngilti ein ‘wey’ 5 fjórðungum,
40 skeffum eða einni tunnu af salti; en það magn eða
nokkru meir þurfti til þess að salta 1000 fiska (O. T. B.,
107). Saltfarmur Brazilleitarskipanna er því heldur óveru-
legur og gefur til kynna, að þeim hafi verið ætlað að
stunda verzlun, kaupa skreið.
Flestir, sem um þessi mál hafa fjallað, líta svo á, að eitt-
hvert samband sé milli ferða landleitarskipsins 1480 og
Verzlunarduggnanna, sem lögðu úr höfn í Bristol árið
1) C. M. Carus-Wilson: The Overseas Trade of Bristol nr. 204, 205,
209 o. viðar; — T. Oleson: Early Voyages, 123—24; — D. I. XVI, nr. 21,
H 434, 435, 437, 438.